Að þekkja sjálfan sig

Hver hefur ekki heyrt að því meira sem við lærum því minna vitum við í raun, eða eins og sagt er:

"því meira sem við lærum því meira vitum við um hve lítil þekking okkar er".

Það er nokkurt sannleikskorn í þessu ef rétt er með það farið. Því meira sem við lærum því víðtækari verður þekking okkar á og reynsla af heildarmyndinni sem veröldin og fólkið skapa og því betur gerum við okkur grein fyrir smæð okkar í því samhengi og fáum vaxandi virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu sem við deilum þessu öllu með. En þekking er af hinu góða og styrkir hvern einstakling og gefur viðkomandi ótæmandi möguleika á að láta til sín taka ef viðkomandi óskar þess.

Magir heimspekingar og fræðimenn hafa slegið fram lærðum setningum sem tengjast þekkingu. Deili hér tveimur með bloggheimum:

"It's not what we don't know that gives us trouble. It's what we know that ain't so" (W.Rogers)

Dæmi svo hver fyrir sig hvort þekking auðveldi okkur lífið!? ..... 
Sjálfur er ég reyndar maður þekkingar og trúi því eindregið að öll þekking sé af hinu góða, en hún getur þó verið vand með farin eins og annað í veröldinni.

en hér er önnur setning sem er í miklu uppáhaldi hjá mér:

"He who knows others is clever, he who knows himself is enlightened" (Lao-tzu)

Ef þessi seinni klingir ekki einhverjum bjöllum hjá einhverjum er ég illa svikinn.

Bestu kveðjur í bloggheima

 


Getur bloggið breytt heiminum?

Þetta er víst mín fyrsta bloggfærsla á ferlinum, hvað sem svo verður !?

Ég fór strax að velta því fyrir mér hvort bloggið hefði einhvern annan tilgang en að vera bara "upplýsingahrúga" á vefnum sem allt of langan tíma tekur að lesa og skoða til að fá eitthvað vitrænt út eða eitthvað sem hjálpar manni sjálfum eða einhverjum öðrum að takast á við verkefni dagsins eða bara lífið í heild sinni.

Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það sem mestu skipti væri viðhorfið og andinn sém réði í bloggheiminum. Hér er góðmennska og heiðarleiki í gangi, en hér er því miður líka valdabarátta og hér vottar fyrir afbríði, ótta og ofbeldi alveg eins og úti í hinum raunverulega heimi. Hélt eitt andartak að þetta væri tímabundinn flótti fólks frá raunveruleikanum, en það er það greinilega ekki.

Ég ætla því að blogga hér eingöngu ef ég hef eitthvað að segja sem hlýjar mér sjálfum eða sem ég hef trú á að eigi erindi við fleiri í bloggheimum. Held þetta sé hið besta mál og geti virkað eins og mannshugurinn sem er eitthvert öflugasta tól sem ég hef kynnst. Sé honum beytt rétt og einungis góðar hugsanir og réttlæti sem frá honum koma þá er ótrúlegt hvað hinn stóri heimur bregst vel við og kemur til baka til þess er sendi frá sér góða hluti í upphafi.

Í dag segi ég bara: "Njótið stundarinnar - því það er enginn annar sem gerir það fyrir ykkur"


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband