Emil í Kattholti

Á fimmtudaginn var sá ég eina skemmtilegustu leiksýningu sem ég hef séð lengi. Þetta var á árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Krakkarnir höfðu sett upp heilan söngleik með atriðum úr ævintýrum Emils í Kattholti. Þetta var hreinasta snilld sem ég þarf að festa nokkur orð um hér á blogginu mínu. Það sem gerði uppsetningu þeirra sérstaklega skemmtilega var að margir voru um hvert hlutverk, þannig að í lokin þegar leikarar voru klappaðir upp mættu ótal margir Emilar allir eins klæddir og heill hópur af litlum Idum í rauðum kjólum.

Picture 010

Ekki nóg með að þau kæmust meistaralega frá nærri 40 mínútna söngleik því þetta allt toppuðu þau með að hafa eigin hljómsveit sem spilaði undir og náði að skapa mikla stemmingu í salnum.

Karl minn var í hljómsveitinni góðu og spilaði að sjálfsögðu á gítar (í miðið á myndinni).

Ég tók reyndar allt leikritið upp á vídeó, en á alveg eftir að vinna úr því þannig að ég get ekki birt það hér. Ég hef heldur ekkert samið við leikhópinn um birtingarétt sem gæti orðið býsna dýr ef mið er tekið af þeim glæsilegu viðtökum sem þau fengu frá troðfullu tónlistahúsinu þar sem árshátíðin var haldin.

Ég ætla samt að gefa hér smá dæmi, lítið vídeóskot sem ég tók þegar þau voru að hita upp fyrir leiksýninguna.

Ég á kannski eftir að setja hér eitthvað meir af myndum og vídeóbrotum síðar.
En takk fyrir snilldar skemmtun krakkar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband