Góður dagur í mörgum skilningi

Þá er ég ekki bara að tala um að krónugreyið okkar drukknaði ekki eins og henni var spáð þegar hún var sett á flot. Nei kerla stóð sig bara eins og hetja í einn dag. Hvað verður svo ætl'ég ekki að spá um því nógu margir eru til þess. Hins vegar kom þetta mér ekkert sérstaklega á óvart þegar horft er til þess að viðskiptin með krónuna voru nær eingöngu á Ísl. millibankamarkaði, og hvað réði þar genginu!?? .. óskhyggja eða samantekin ráð, he he ....

En ég ætlaði alls ekki að vera í neinni kreppuanalýsu því dagurinn í dag og þá sérstaklega í kvöld var alveg yndislegur fyrir mig því strákarni mínir voru að spila á jólatónleikunum sínum. Þeir spiluðu saman lagið "Nothing else matters" með Metallica ásamt kennaranum sínum honum Marcin snilling.

picture_001b.jpg Mússíkin var svo falleg hjá þeim að ég fékk bæði gæsahúð og tár í augun og fannst um tíma eins og Metallica gítarhetjan væri sjálf komin á sviðið.

Í laginu skiptust þeir á að spila flotta sólóið meðan hinn og Marcin sáu um undirspilið. Þetta gerði þetta sérstaklega fallegt þar sem þeir eru með ólíka rafmagnsgítara og hljómarnir teigðu sig milli "humbucker" og "stratocaster" fílingsins.

ALGJÖRT ÆÐI strákar mínir, TAKK ;)

Sjálfur var ég svo stressaður í salnum að þegar ég ætlaði að taka af þeim vídeó mistókst það allt því ég sat bara í leiðslu og beindi vélinni að þeim, en gleymdi að stilla á "videó", he he ... svo ég uppskar bara þessa einu mynd. En minningin verður bara þeim mun sterkari :) ... Iss þetta er allt í lagi pabbi, við getum alltaf spilað þetta fyrir þig aftur sögðu þeir glaðir í bragði eftir tónleikana.

Og svo það sé nú líka á hreinu þá var fullt af öðrum krökkum þarna sem spiluðu alveg yndislega. Sérstaklega langar mig að nefna Gunnar Örn á Selló, Söru sem spilaði á þverflautu og Þórhildi og Örnu sem báðar spiluðu á fiðlu. Þessir krakkar spiluðu af svo mikilli innlifun og auðheyrt að mússíkin var í þeim. Æ þetta var svo gaman, meira virði en hellingur af alls konar hlutabréfum, styttum, leðursófum, jeppum og þannig dóti :)

Annað gerðist líka í dag sem mér þótti vænt um og skiptir miklu. RÚV hætti við að leggja niður svæðisútsendingarnar á landsbyggðinni. Þarna skipti samtakamátturinn máli, þeirra sem létu vita af því hversu galin hugmynd þetta var frá upphafi. Páll og félagar fá því hrós frá mér í dag fyrir að endurskoða þetta með þessum hætti. Ég var víst búinn að skamma þá nóg í fyrra bloggi. En allt er gott sem endar vel.

Bros í bloggheima og takk fyrir góðan dag :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband