28.11.2008 | 22:14
Váleg tíðindi og illa ígrundaðar ákvarðanir
Já þetta eru váleg tíðindi og þá sérstaklega fyrir landsbyggðina sem á að sjá á bak svæðisbundnum útsendingum á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Við þessu þarf að bregðast og það harkalega kæru samborgara hér fyrir norðan sem njótið þjónustu RÚVAK eins og ég.
Ég ætla að leifa mér að hafa svo hátt hér að kalla þetta aðför að landsbyggðinni og ekkert minna. Ég held að Páll og félagar geri sér litla grein fyrir hvaða þýðingu þessar svæðisbundnu útsendingar hafa fyrir landsbyggðasamfélögin fyrst þessi ákvörðun er hluti af hagræðingarpakkanum sem nú er lagður á borðið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri nauðsyn sem er á því að hagræða í rekstri RÚV við núverandi aðstæður, en þetta er bara engan veginn verjandi að gera.
Svæðisbundnu stöðvarnar gegna veigamiklu hlutverki fyrir þau samfélög sem þær eru reknar í. Alvöru fréttir eru fluttar úr nærsamfélaginu, sem því miður sjaldnast rata inní stóru fréttatímana, tilkynningar og auglýsingatímarnir eru einnig einskonar samskiptatorg þeirra sem eiga viðskipti á nærsvæðinu.
Við þessu þarf að bregðast kæru samborgarar ... OG ÞAÐ STRAX ..
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.