2.8.2008 | 20:09
Blogg í tætlum
Æ það var gott að koma heim í gær þó ferð okkar feðga til DK og Svíþjóðar hefði verið algerlega frábær. En hvað tekur svo á móti manni þegar maður kemur og ætlar að fara að skrifa ferðasöguna ... uh, huuu ... bloggið allt í steik. Búinn að sitja sveittur við að koma einhverju skikki á þetta en hef þó ekki náð að koma "hausmyndinni" upp aftur .. en bjó til nýja til bráðabrigða.
Svo er allur botn dottinn úr mér núna við að skrifa ferðasöguna þannig að hún bíður. Verð þó bara að segja að veðrið var rúmlega geggjað 28 - 30 ... og Karl minn vildi helst vera hálfur á kafi í vatni allan sólarhringinn. Læt fylgja nú smá myndaseríu sem ég tók eitt kvöldið við vatnið þar sem við bjuggum "på Beckaskogsslott í Sverige"
Athugasemdir
Er þetta ímyndun í mér eða verða myndirnar þínar alltaf betri og betri. Þessar eru einstaklega fallegar. Og vitandi að þær séu teknar í Svíþjóð get ég alveg séð fyrir mér Madditt og krakkana í Ólátagarði.
Það var verið að auglýsa ljósmyndasamkeppni... hvað var það nú aftur.. vilja sérstök móment frá ferðalögum
Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 22:08
Nei það er ekki ímyndun hjá þér Jóna ég var einmitt að hugsa þetta sama... yndislegar myndir... maður bara er með ykkur í þessu ferðalagi þegar maður skoðar myndirnar... endilega sendu þessar sérstklega þessa efstu í ljósmyndakeppni hún er ÆÐIII...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.8.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.