Bráðum kemur vorið, með betri tíð

vorJá ég er viss um að vorið er á næsta leiti og þá fyllast allir gleði og dugnaði og draumar sem legið hafa í vetrardvala vakna á ný. Ágæt vinnuvika á enda og spennandi helgi framundan hjá mér, því á sunnudaginn eru prinsarnir mínir að fara að spila saman á vortónleikum tónlistarskólans. Get ekki leynt því að ég hlakka mikið til að sjá hvort þeir ná að bræða salinn eins og síðast, en þeir ætla að koma fram saman eins og þá, sá eldri með kassagítarinn og sá yngri með rafmagnsgítarinn.

Til ykkar sem lesið bloggið mitt, kæru bloggvinir og aðrir þá birti ég í gær færslu sem sprengdi allar lestrartölur á litla blogginu mínu og rataði inní fjölmiðla einnig. Færslan olli nokkurri spennu sem varð til þess að ég ákvað í morgun að taka hana út og hvíla hana um stund í það minnsta. Ekki það að ég standi ekki við hvert orð sem í henni stóð, síður en svo. Færslan lýsti mínum skoðunum sem þeir sem mest á þurftu að halda hafa þegar lesið og meðtekið. Þess má einnig geta að þeir voru ófáir sem höfðu samband við mig símleiðis eða með tölvupósti í dag og þökkuðu fyrir skrifin.

Óski einhver eftir að sjá hana á ný þá getið þið bara sent mér tölvupóst og fengið afrit af henni, sem ekki telst til opinberrar birtingar, eða þá hringt í mig og rætt efni hennar við mig.

Bestu kveðjur og góða helgi og bloggknús á bloggvinina :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kveðja til prinsanna þinna Hólmgeir. Ég efast ekki um að þeir muni eiga salinn með húði og hári.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.5.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir það Jóna, ég skila því ...  tek kannski videó af þeim, nei meina auðvitað og leifi ykkur að sjá

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2008 kl. 22:14

3 identicon

Sakna þess að sjá ekki færsluna þína frá í gær því hún var góð og hefur verið á allra vörum hér í dag. Skora á þig að birta hana aftur. Með kveðju

Garðar (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

ég líka - altso er forvitin um þessa færslu....

Guðrún Vala Elísdóttir, 2.5.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Sæll.

Mér fannst þetta góð grein og tímabær, enda sá ég ástæðu til að setja við það athugasemd. En það er ekkert nauðsynlegt að láta allar greinar sínar liggja fyrir hunda og manna fótum í tíma og ótíma. Það er þó kostur bloggsins að maður getur verið ritstjóri sjálfs sín.

Ég nota reyndar Moggabloggið ekkert vegna þess að mér líkar ekki þessi ritstjórnarstefna Mbl. að birta blogg fólks, þetta er stundum fyllirísþrugl fólks sem ég tel ekki rétt að lyfta svo hátt að það verði að einhverjum númerum. Og undarlegt að sumir virðast eiga greiðari leið inn á þetta slúður en aðrir. Að mínu viti er blað blað og blogg er blogg og það er allt önnur Ella. Þess vegna skrifa ég mínar vangaveltur á svp.is.

Sverrir Páll Erlendsson, 2.5.2008 kl. 23:43

6 identicon

Knús á þig kall :) Þetta var snilldargrein og ég auddað löngu búnað prenta hana út og varðveiti eins og gull, he he

Karen M (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 00:54

7 identicon

Já Hólmgeir ég náði að lesa greinina í morgun og fannst hún góð.  Það þarf svo sannarlega að skrifa um þessar fáránlegu aðgerðir og þó fyrr hefði verið.  Ætlaði að skrifa athugasemd við bloggið þitt seinna en þá var færslan horfin.  Væri til í að fá þessa grein senda.  Heyrumst gamli

Dúnna dúllurass (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:29

8 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

ég skil vel að þú hafir tekið geinina út fyrst að hún vakti óróa... ég kannast við það að vekja óróa það er ekki  beint það sem maður vill þótt manni langi til að tjá sig skriflega um skoðanir og líðan sína... greinin var frábærlega skrifuð og verðug í umsæður samfélagsinns.

Megi vorið veita ykkur feðgum hlíju og yl... Blogg knús... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.5.2008 kl. 01:57

9 identicon

Ég las greinina þína eins og ég veit að mjög margir gerðu og ég dáðist að því að þú skyldir taka upp hanskann svo myndarlega fyrir gamla vinnustaðinn þinn og fyrirtæki okkar bændanna. Það er nóg komið fyrir löngu af slíkum vanhugsuðum aðgerðum sem eru til þess eins fallnar að rýra fyrirtækið. Ég geri mér þó fulla grein fyrir að við munum aldrei aftur sjá þann metnað og drifkraft sem var í fyrirtækinu meðan það var undir þinni stjórn og fólk gekk glatt til vinnu sinnar og hafði metnað til að ná árangri. Í dag er fólk keyrt áfram í ótta óvissu og fyrirtækið hálf lamað þar sem sjálfstæði þess er nánast ekkert.

Því dáist ég af skrifum þínum og viðbrögðum nú þar sem ég veit að þú berð hag bændasamfélagsins og starfsfólks mjólkurbúsins fyrir brjósti. Ekki veit ég heldur hvers vegna þú hefur valið að taka greinina út, en mig grunar þó að hún hafi valdið full miklum titringi í Undanrennumusterinu fyrir sunnan. Það er heldur kannski ekkert skrítið að einhverjir þar hafi orðið hræddir um stólana sína ef ég má orða það svo.

Ég bið þig þó að fyrirgefa að ég skrifa þetta ekki undir nafni nú, geri það kannski síðar. Ég er bóndi og hef komið að stjórn þessa ágæta félags um tíma.

Þakka þér aftur kærlega fyrir skrifin sem ég trúi að muni fá fleiri til að hugsa sinn gang og vonandi bjargi þí að ekki fari verr en nú er komið.

bondi (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:47

10 identicon

Sæll Hólmgeir og takk fyrir skrifin þín, sem mér finnst að þú ættir að láta standa hér óhreyfð, því þau voru orð í tíma töluð. Þetta á ekkert skilt við hagræðingu eða viðbrögð við því umhverfi sem mjólkuriðnaðurinn er nú að kljást við. Eins og þú svo réttilega bentir á þá þá eru það allt aðrir hlutir sem eru að setja mjólkurrisann í vanda nú. Sá vandi verður ekki leystur með því að ráðast að hæfum einstaklingum sem fyrirtækið má allra síst missa á slíkum tímum eins og honum Oddgeir.

Bestu kveðjur

S.Bj. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband