31.3.2008 | 23:16
Bútur af smásögu .....
Það verður ekki sagt um bloggið mitt að það sé einsleitt, því ég skrifa helst bara um það sem leitar á hugann í það og það sinn. Held þó að síðasta færslan mín hafi ekki hitt í mark nema hjá þröngum hóp lesenda :) ... en hvað um það. Ég hef stundum leitt hugann að því að skrifa sögu sem stundum sækir á huga minn, ekki endilega til að gefa hana út og verða frægur og ríkur, kannski bara frekar til að hún væri skrifuð, því þetta er svona saga sem ekki þarf endilega að lesa, heldur bara að skrifa.
Leifi hér einum litlum kafla að flakka bloggvinum til fróðleiks:
- - - - - - - - - - - - - - -
- 12. kafli -
Hann var ákveðinn og styrkur í röddinni en samt alveg rólegur þegar pabbi kom í símann og spurði hvort ekki væri allt í lagi?. Jú jú pabbi það er allt í lagi með mig en ég er bara ekkert að fara núna, ég get ekki farið til þeirra lengur. Ég missti alveg viljandi af skólabílnum og ég fór bara og talaði við Siggu ritara þegar ég var viss um að bíllinn væri farinn og sagði henni að hringja í þig. Ég talaði líka við skólastjórann og hann skilur mig. En Atli bróðir þinn, hvar er hann? Æ hann var farinn í skólabílinn og ég gat ekki látið hann vita.Pabbinn vissi á þessu augnabliki að nú yrði hann að standa með drengnum sínum og láta á það reyna alla leið hvort allt yrði vitlaust eða ekki. Hann stóð uppúr stólnum og andvarpaði, lét síðan ritarann vita að hann yrði ekki meira við í dag, þyrfti á mikilvægan fund sem kallað var til í skyndingu. Meðan hann ók úr vinnunni í skólann til að sækja stráksa runnu í gegnum huga hans öll augnablikin sem hann hafði barist við samvisku sína og langað að segja hingað og ekki lengra, þessi mannstauli, hugsaði hann, kemur ekki nálægt drengnum mínum framar.
Hann setti sætahitarann á til að fá velgju í hrygginn svo hann næði betur að losa um streituna sem gerði vart við sig við þessar hugsanir. Pabbi ég get ekki farið til mömmu, ég get ekki lifað þar .... pabbi kallinn sem er hjá mömmu segir svo margt ljótt og svo er hann alltaf að skamma okkur fyrir eitthvað sem við gerum ekki .. hann segir svo margt ljótt sem er ekki satt, en svo hættir heilinn í manni að vita hvað er rétt ...hann segir að þú sért glæpamaður og hættulegur .... "hann segir að skólinn okkar sé lélegur og við lærum ekki neitt"... Setningarnar ómuðu í kollinum á honum og komu eins og á færibandi. Allir fimmtudagsmorgnarnir aðra hvora viku, þegar skiptin voru, vitjuðu hugans einnig. Þegar drengurinn lítill kastaði sér í gólfið og fór að hágráta fullklæddur og með skólatöskuna á bakinu og sagðist ekki getað farið í skólann, sér væri alls staðar illt. Hvað átti hann að gera, neita að senda drenginn til þeirra, nei það var ekki hægt, því á yfirborðinu var allt gott og leit vel út. En drengjunum hans leið hvergi vel nema heima, því þar voru allir vinir og loftið svo gleðilegt eins og þeir sögðu sjálfir.
Það voru fagnaðarfundir í skólanum, feðgarnir föðmuðust í hljóði og horfðust í augu um stund. Það þurfti engin orð tilfinningin var þarna, öryggið og kærleikurinn. Sólin var líka að brjótast gegnum skýin í kuldanum og sló geislum á þögul andlitin sem yfirgáfu skólalóðina þennan dag.
Þetta er góður dagur Jói minn, sagði pabbi, er þeir leiddust í átt að bílnum.
- - - - - - - -
Knús á ykkur öll kæru bloggvinir :)
Athugasemdir
Þetta líkar mér...
Efni ertu örugglega í góðan rithöfund - Þeir eru víst svo frjóir í hugsun þarna fyrir norðan.
Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 17:28
Já örugglega frjóir í hugsun þó þeir séu nú ekki allir tilbúnir með heitt á könnunni þegar gesti ber að garði, he he ... :)
Hólmgeir Karlsson, 1.4.2008 kl. 20:30
sæll hólmgeir. þetta þarf að fara í prentun, ásamt hinum köflunum!!
kv. Auður H
auður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 01:11
Takk fyrir kveðjuna Auður :)
Hólmgeir Karlsson, 2.4.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.