1.3.2008 | 23:08
Bæði súrt og sætt hjá Samherjum
Helgin hefur bara snúist um fótbolta hjá Karli, yngri stráknum, alla helgina á Goðamóti Þórs og við Kári að sjálfsögðu fylgt honum og liðsmönnunum í Samherjum eftir hvert fótmál. En Karl hefur spilað með Samherjum í sveitinni í vetur meðan Kári æfir á fullu með KA.
Eins og gerist í besta bolta hefur gengið á með skini og skúrum. Þeir kappar fóru uppúr riðlinum sínum með 2 leiki unna og 2 tapaða.
Áttu sæta sigra gegn Val og Fjarðabyggð, en töpuðu hinsvegar fyrir Þór og Breiðablik-2.
Fyrsta leik í milliriðli áttu þeir síðan við Breiðablik-1 og urðu að lúta í lægra haldið. Breiðabliksliðið var mjög sterkt, en það eina sem skyggði á þann leik var "MJÖG SLÖK" dómgæsla og mikið af grófum og ljótum brotum, sem ungu sveitadrengirnir áttu ekkert svar við. Sögðu bara sárir á svip að svona gróf brot væru ekki einu sinni í Enska boltanum og þar væru líka dómararnir að fylgjast með leiknum.
En þrátt fyrir það er mikil gleði í hópnum og engin uppgjöf fyrir morgundaginn þar sem þeir eiga ennþá von um 7. sætið á mótinu þar sem 5. sætið fór fyrir bí í síðasta leiknum í kvöld.
Hér fylgja nokkrar myndir frá deginum í dag.
Pálmi í hörku baráttu við Þórsarana
Karl og einn Blikinn Jakob og Karl
Flugbolti ... og Þjálfarinn eftir tapið gegn Þór
Hér er svo liðið með Elíasi Þjálfara
Og myndir af nokkrum leikmannanna ...
Fjölnir Jakob Atli
Karl Liljendal Pálmi
Ólafur Þórgnýr
Bros og góða nótt í Bloggheima :)
Athugasemdir
Takk fyrir það Valgeir og bestu kveðjur til þín :)
Hólmgeir Karlsson, 2.3.2008 kl. 17:03
Takk og stórt knús á þig Lísa :)
Hólmgeir Karlsson, 2.3.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.