Bæði súrt og sætt hjá Samherjum

Helgin hefur bara snúist um fótbolta hjá Karli, yngri stráknum, alla helgina á Goðamóti Þórs og við Kári að sjálfsögðu fylgt honum og liðsmönnunum í Samherjum eftir hvert fótmál. En Karl hefur spilað með Samherjum í sveitinni í vetur meðan Kári æfir á fullu með KA.

IMG_4888

Eins og gerist í besta bolta hefur gengið á með skini og skúrum. Þeir kappar fóru uppúr riðlinum sínum með 2 leiki unna og 2 tapaða.

Áttu sæta sigra gegn Val og Fjarðabyggð, en töpuðu hinsvegar fyrir Þór og Breiðablik-2.

Fyrsta leik í milliriðli áttu þeir síðan við Breiðablik-1 og urðu að lúta í lægra haldið. Breiðabliksliðið var mjög sterkt, en það eina sem skyggði á þann leik var "MJÖG SLÖK" dómgæsla og mikið af grófum og ljótum brotum, sem ungu sveitadrengirnir áttu ekkert svar við. Sögðu bara sárir á svip að svona gróf brot væru ekki einu sinni í Enska boltanum og þar væru líka dómararnir að fylgjast með leiknum.

En þrátt fyrir það er mikil gleði í hópnum og engin uppgjöf fyrir morgundaginn þar sem þeir eiga ennþá von um 7. sætið á mótinu þar sem 5. sætið fór fyrir bí í síðasta leiknum í kvöld.

Hér fylgja nokkrar myndir frá deginum í dag.

IMG_4804  IMG_4805

Pálmi í hörku baráttu við Þórsarana

IMG_4858  IMG_4870

Karl og einn Blikinn                              Jakob og Karl

IMG_4786   IMG_4891 

Flugbolti                                              ... og Þjálfarinn eftir tapið gegn Þór

IMG_4779

Hér er svo liðið með Elíasi Þjálfara

Og myndir af nokkrum leikmannanna ...

IMG_4905  IMG_4908

Fjölnir                                                   Jakob Atli

IMG_4899  IMG_4900

Karl Liljendal                                        Pálmi

IMG_4901  IMG_4904

Ólafur                                                  Þórgnýr

 

Bros og góða nótt í Bloggheima :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir það Valgeir og bestu kveðjur til þín :)

Hólmgeir Karlsson, 2.3.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk og stórt knús á þig Lísa :)

Hólmgeir Karlsson, 2.3.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband