19.2.2008 | 23:34
Allt og ekkert að gerast en fullt að ske
Stundum veltir maður því fyrir sér á stundu sem þessari þegar klukkan er orðin hálf ellefu og maður er að enda skyldur dagsins, eða öllu heldur það sem maður hefur valið sér að fást við, hvort maður sé á of miklum hraða og gefi sér ekki tíma til að upplifa lífið og þess lystisemdir!?
Maður getur byrjað á að rifja upp atburðarrás dagsins í stikkorðum og kemst þá að því að einhvernvegin svona eru flestir dagar.
6:45 vakna, vekja, smyrja skólanesti, morgunmatur
7:50 Gó, gó ... allir í útiskóna, svo tekur við skóladagur hjá strákunum og vinna hjá gamla manninum sem líður á örskotsstund í eilífri baráttu við klukkuna ... úff hún er að verða ..
Þá hefst næsti kafli, keyra þann yngir á fótboltaæfingu hjá Samherjum og þann eldri á fótboltaæfingu hjá KA .... í sveitina og aftur í bæinn og svo aftur heim í sveitina ..
18:30 allir komnir heim og þá hefst heimalærdómur, leikir og tölvur og gamli maðurinn í eldhúsinu að elda kvöldmatinn, þvottavélin mallar á meðan á einu hlassi og svo meðan maturinn kraumar straujast svona eitt fatasett á hvern eða tvö .. en allt endar þetta svo á "gæðatíma" þar sem allt mögulegt er tekið fyrir, verið að kryfja daginn, eða lífið, eða eitthvert smá bátt sem einhver í hópnum hefur fengið á sálina, putta eða fót þann daginn. Þessir tímar eru oft óborganlegir þó þeir séu ekki langir og senda alla brosandi í draumalandið.
Þá kemur stóra spurningin, heitt bað eða blogga !? stundum er bara best að fara í sjóðheitt freyðibað og gleyma tölvunni og bloggvinunum öllum, he he ...
Um síðustu helgi rukum við í eitt spennandi verkefni sem reyndar endaði bara sem ævintýri sem var á við borgarferð. Við tókum okkur til við að þrífa og græja íbúð sem við eigum á Akureyri með húsgögnum og er hugmyndin að fara að leigja hana út sem lúxusdvalarstað á Akureyri.
Þetta er yndislega falleg íbúð á besta stað í göngufæri frá leikhúsinu og helstu veitingastöðum bæjarins. Með húsgögnum og smáhlutum á þetta að verða að dekurdvalarstað fyrir gesti Akureyrar sem eru ekki í sukkhugleiðingum, heldur í leit að ró afslöppun og góðri afþreyingu í skamman tíma. Var búinn að vera með íbúðina í fastaleigu síðan ég keypti hana fyrir tæpum tveimur árum, en sorry því nenni ég ekki lengur ... sóðaskapur og leiga ekki greidd mánuð eftir mánuð .. Nebb ég nenni ekki að standa í svoleiðis (er reyndar að vona annarra vegna að ég hafi verið óheppinn með leigjendur).
En hvað um það þessi vinnutörn okkar feðga endaði náttúrulega með því að við vígðum íbúðina og gistum þar eftir að hafa labbað í bæinn og fengið okkur að borða. Ótrúlega gaman þó við værum aðeins 18 km að heiman, upplifðum þetta eins og bestu borgarferð. Nú er bara eftir að snurfusa þetta og prófa svo markaðinn. Skutumst í gær milli atriða og fjárfestum í 42" plasma sjónvarpi fyrir höllina, sem að sjálfsögðu á að innihalda öll nútímagæði, sem teljast staðalbúnaður lúxusslökunar, he he ..
En hvað hefur þetta með rausið í mér í upphafi að gera,... Jú niðurstaðan er sú að það er allt í lagi að vera upptekinn uppfyir haus ef það eru skemmtileg verkefni sem maður er upptekinn af og gefur sér líka tíma fyrir slökun, gleði og hlátur í prógramminu ...
Svo hefur maður heldur ekki tíma til að vera leiðinlegur við einn eða neinn á meðan ..
Bless í bloggheima því nú nær freyðibaðið yfirhöndinni, he he ..
Athugasemdir
mikið er þetta ljú færsla, og sýn á hversdagslífið með gleði, það er nefnilega það sem við eigum að gera, njóta augnabliksins !
Fallegan Miðvikudag til þín og Bless í bili
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 07:34
Sæll Hólmgeir. Já nóg að gera hjá ykkur Dvergstaðafeðgum, kannast við þetta þar sem þetta er svona svipað hjá okkur.. alltaf nóg að gera með litla orma. Ég samt strauja ekki.. hehe. Góð hugmynd með íbúðina. Við komum kannski norður í helgarferð bráðum og vonumst þá eftir að hitta á ykkur.
Kveðja frá okkur öllum.
Guðbjörg Valdórs (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:32
Hann straujar líka, Hólmgeir ef þú flýgur ekki út eftir þennan pistil þá veit ég ekki hvað. Kannast vel við þetta að velta því fyrir sér í hvað tíminn fari eiginlega og þetta endalausa kapphlaup við hann er líka eitthvað sem maður þekkir of vel.
Góð hugmynd með íbúðina
góð kveðja í sveitna fögru
Guðný
Guðný Jóhannesdóttir, 20.2.2008 kl. 09:39
Hvað er þetta með að strauja??!!! Hættu þessu maður. Strax. Ég strauja aldrei. Ef ég gleymi að taka út þvottavél og þvotturinn kemur of krumpaður út eftir að hafa legið þar í einni hrúgu þá þvæ ég bara aftur
En það var ljúft að lesa yfir listann þinn. Því hann er settur fram á svo ljúfan hátt. Hinn eini sanni hversdagur sem ég hugsa stundum um: there must be something more.... En eins og þú setur þetta fram þá virkar þetta svo eftirsóknarvert. Knús til ykkar í sveitina. Ég mun leita til þín varðandi íbúðina næst þegar ég ákveð að skreppa norður.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.2.2008 kl. 10:41
Takk fyrir innlit og fallegar kveðjur :)
Hafði aldrei hugsað útí að straujárnið gæti verið markaðstæki, takk fyrir ábendinguna Guðný .. vantar þig nokkuð straujara, he he ..
þetta er allt í lagi Jóna, ég er löngu hættur að strauja handklæðin ..
Hólmgeir Karlsson, 20.2.2008 kl. 20:59
hjúkk
Jóna Á. Gísladóttir, 20.2.2008 kl. 21:44
flott íbúð... þá veit ég við hvern ég á að tala ef mig vantar aðstöðu fyrir aðkomufólk...ekki spurning... innlitskvitt..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.2.2008 kl. 00:15
Já þessi íbúð er "algjört krútt" þó hún sé ekki stór, svo er hún í húsi sem var innréttað til að verða íbúðahótel þó svo ekkert hafi orðið af því og íbúðirnar bara seldar á frjálsum markaði. Kannski á ég eftir að bjóða bloggvinaafslátt þegar þetta verður allt tilbúið. Ætti kannski að fá einhvern fagurkera til að taka þetta út með prufugistingu til að sjá hvort eitthvað vantar uppá.
Magna takk fyrir móttökurnar í facebook ;) sem ég er samt lítið að botna í
Hólmgeir Karlsson, 21.2.2008 kl. 21:28
Vá hvað þú ert myndarlegur einstakur faðir.
Bara alveg jafn duglegur og ég...
Flott íbúð - lúxusíbúð. Gangi þér vel að finna trausta og góða leigjendur.
Góða helgi í sælunni
Linda Lea Bogadóttir, 22.2.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.