ENTER í síðasta sinn :)

Já ég var að ýta á Enter takkann í síðasta sinn á síðustu skólaönninni minni við Liverpool og næstum þrjú ár síðan ég byrjaði á þessu. UNBELIVEBLE, how time flies ... Og þá er bara mastersritgerðin eftir. En allt of snemmt að hafa áhyggjur af henni, því nú ætla ég að vera í fríi frá þessu fram að jólum,.... já ég sagði JÓLUM :)

celebration

Langar mest að hrópa HÚRRA .. því það er svo gott að koma útúr svona vinnukremjutímabili, þó þetta hafi verið ótrúlega gaman og gefandi.

Veit samt ekki alveg hvernig ég að að halda uppá þetta svona núna, rauk áðan fram og setti í eina þvottavél,... fór svo og horfði á sofandi strákana mína og hvíslaði að ég væri búinn með síðasta verkefnið og við gætum gert hvað sem er eftir skóla og vinnu næstu daga ....

pokarKannski fæ ég líka bara kaupæði og fer að kaupa jólagjafirnar og kaupi mér svo bara hitt og þetta líka til að ná mér niður, he he ...

bangsi

 

Eitt augnablik var ég að hugsa um að fara og fá mér einn bjór eða tvo ... eða kampavín,... en nei það er ekkert gaman að því svona einn heima í sveitinni.

dans

 

Mest gaman auðvitað væri að fara út að dansa við draumadís allra draumadísa, en það verður líklega að bíða líka því ég er ekkert viss um hvar hún er eða þá hvort hún vildi eitthvað dansa núna :)

Ups,... ég er allavega kominn í bloggheima á ný hvað sem verður :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

þú ert bara yndislegur... veistu það??...

Til hamingju... og njóttu þess að vera til ... gott að vita að þér líður vel með þetta allt...

Ritknús... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.11.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju ljúfur.  Hvernig væri að fara í göngutúra og sund, slengjast á kaffihúsum og lesa góðar bækur, (Eckhart Tolle t.d.) narta í konfekt og taka dekurspa á milli.  Kaupæði læknar ekkert og skilur bara eftir timburmenn eins og aðrir vímugjafar.

Gott að sjá þig aftur í tjörninni okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir innlitið kæru vinir :) ... Þú ert indæl við mig Magga :)

Líst vel á hugmyndalistann þinn Jón, viss um að hann reynist vel. Ég er svo sem ekkert í áhættuhóp hvað kaupæðisvímuna varða :) .. hef reynt það áður að kaup mér hamingju fyrir stóran pening. En þá hamingju seldi ég fljótt aftur fyrir slikk og hef ekki sakanað, he he ..

p.s. er með munninn fullan af súkkulaði ... (þú sagðir það mætti)

Hólmgeir Karlsson, 7.11.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Magna :) ... gott að fá stuðning, ..  en ég hlýddi Jóni og fékk mér bara súkkulaði, he he ..  svo kemur bara í ljós hvað ég geri meira.

Hólmgeir Karlsson, 9.11.2007 kl. 08:49

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jeeeeeiiiiiiiiii   Til hamingju með þetta og velkomin aftur í bloggheima... og til mannheima. Ég er viss um að strákarnir eru himinlifandi að endurheimta pabba og þú verður sennilega með tvo áhangendur í bókstaflegri merkingu næstu daga. Innilegar hamingjuóskir Hólmgeir minn. Njóttu nú frelsisins fram að næstu törn. Og vertu svolítið synilegur hérna inni.

ps. Er draumadísin nákvæmlega það... draumadís eða erum við að tala um einhvern af holdi og blóði (ógisslega forvitinn kall)

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 12:09

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ takk fyrir hlýjar kveðjur :)   Jú Kristjana, maður snýst eiginlega í hringi og veit ekkert hvað maður á að gera. Það er hreinlega eins og maður verði pínu "timbraður" þegar maður hættir allt í einu að þurfa að lesa eða skila af sér einhverju verkefni á hverju kvöldi í 6 vikur. Ég lagði líka "óggislega" mikið á mig þessa síðustu önn.

Ég er yfirleitt frekar hógvær, en mig langar samta að fá að "grobba" pínu í þennan þrönga hóp sem bloggvinirnir eru. Ég var nefnilega búinn að fá B-very good sem meðaleinkunn á öllum 8 önnunum sem búnar voru og varð því dálítið metnaðarfullur að klára nú pakkan og ná því líka fyrir þessa önn ....  en viti menn kallinn fékk Excellent-A og sérstakt heillaóskaskeiti frá skólanum. Varð bara að segja ykkur þetta, enn plís ekki segja fleirum frá þessu :)

Draumadísin Jóna ..... forvitin!?   Draumadísin mín er af holdi og blóði en ég veit bara ekki hvort ég er draumaprinsinn hennar....

Hólmgeir Karlsson, 9.11.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha segi engum engum. Innilega til hamingju með þetta. Þú mátt svo sannarlega vera stoltur. Ekki lítið afrek verandi í skóla, vinnu og full time dad. Þú ert snilli.

Það þýðir ekkert að sitja heima og bíða eftir að hún banki upp á. Gerðu eitthvað maður.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 00:13

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ertu heima, he he .....  ...

Hólmgeir Karlsson, 10.11.2007 kl. 00:23

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 00:58

10 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Dís þinna drauma hlýtur einfaldlega að vera daufblind ef hún lætur þig hlaupa allt í kringu og á endanum framhjá.

Allir mínir góðu straumar yfir í fjörðinn fagra

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 13.11.2007 kl. 08:31

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ hvað þú ert sæt við mig Guðný :) sendi þér ljósgeysla úr "firðinum fagra" yfir í sælusveitina í Skagafirðinum

Bros og kveðja

Hólmgeir Karlsson, 13.11.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband