14.10.2007 | 00:51
Á blúsnámskeiđi međ KK
Hinn eini sanni KK hélt tónleika í Laugarborg, tónlistarhúsinu okkar í sveitinni í gćrkvöldi. Kempan brást ekki frekar en fyrri daginn og náđi upp ótrúlegri stemmingu í salnum og hélt fólki viđ efniđ alla tónleikana.
En ţađ sem var svo ennţá meira gaman var ađ stór hluti áheyrendanna voru krakkar úr tónlistarskólanum, en 25 ţeirra höfđu veriđ valin til ađ sitja blúsnámskeiđ međ kappanum alla helgina.
<< hér er Karl minn annar yngsti ţáttakandinn međ hetjunni.
Ţetta fór svo allt af stađ í morgun og byrjađi međ fyrirlestri KK um blús, en síđan tóku viđ ţrotlausar ćfingar og leiđsögn í allan dag sem hann og tónlistarkennararnir sáu um. Búiđ var ađ skipta hópnum upp í 5 hljómsveitir sem síđan eiga ađ halda tónleika í tónlistarhúsinu á morgun og ţá ćtlar KK sjálfur ađ spila međ hljómsveitunum.
Ţađ var svo sannarlega líf og fjör ţegar ég kíkti viđ stuttu fyrir lok ćfinganna í dag.
Hér má sjá bandiđ sem Karl var ađ ćfa međ >>>
Í annarri stofu var Kári minn á fullu ađ blúsa međ öđru nýstofnuđu blúsbandi og ţegar ég kom í gćttina var eitt af lögunum hans KK á fullum snúning
<<< Kári og bandiđ hans
Ţađ var ótrúlega gaman ađ fylgjast međ ţessu ţví ekkert af ţessum krökkum hefur spilađ saman áđur, ţó öll séu í tónlistarskólanum. Í lok dags var hver af hljómsveitunum 5 komin međ 2 eđa 3 ćfđ lög.
Lokaćfingar verđa svo í fyrramáliđ fyrir tónleikana sem verđa haldnir seinnipartinn.
Frábćrt framtak hjá Tónlistarskólanum og KK :)
Athugasemdir
En gaman fyrir guttana. Og ţig reyndar líka
. Verđur spennandi ađ heyra hvernig til tekst međ tónleikana.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 11:12
gaman ađ heyra...ţađ er svo gott fyrir ţessa ungu tónlistamenn ađ fá pepp... vćri gaman ađ fá ađ heyra..
Ritknús..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.10.2007 kl. 12:58
Var ađ koma af lokaćfingu, en tónleikarnir verđa kl 15:00 í Laugarborg. Ţetta var orđiđ ótrúlega flott hjá krökkunum og KK brosandi út ađ eyrum.
Ţar sem ég er sjálfskipađur ljósmyndari og film-maker er ég búinn ađ mynda ţau í bak og fyrir á lokaćfingunum og ćtla svo ađ festa tónlekana í heild sinni á myndband á eftir.
Ég á ţví örugglega eftir ađ lauma einhverjum völdum klippum á netiđ :)
Hólmgeir Karlsson, 14.10.2007 kl. 14:12
KK eryndislegur náungi, sem gerir alltaf hjartans lyst, sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég nýt ţeirra forréttinda ađ ţekkja hann ţótt ég hafi ekki hitt hann lengi. Ţađ er í honum eldur sem kveikir í öllum í kringum hann. Svo umgengst hann börn sem jafnoka og talar aldrei niđur til enins eins og "fullorđinna" er einatt háttur. Til hamingju međ strákaskottin. Ţú ert súperpabbi.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 17:12
Afsakađu innsláttarvillurnar. Gleymi stundum próförkinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 17:14
Takk Jón Steinar :)
Já hann KK er svo sannarlega yndislegur karakter og ţađ er búiđ ađ vera ótrúlega gaman ađ fylgjast međ honum vinna međ krökkunum.
Ţađ var eins og hann ćtti stóran hluta af hópnum strax eftir fyrri daginn og á tónleikunum átti hann ţau öll skuldlaust. Og ţađ sem hann er búinn ađ kenna ţeim á stuttum tíma og brjóta niđur alla frćgđarmúra og sviđsskrekk.
Hólmgeir Karlsson, 14.10.2007 kl. 22:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.