Nýtt Líf í hænsnakofanum - 2 hluti

Það var ekki síður gaman fyrir hænsnabændurna að fylgjast með í hænsnakofanum í kvöld því hænumömmu og hænupabba hafði bara gengið vel síðan í gær með ungana sem nú voru orðnir 6 og ennþá eitt egg eftir.

Picture 006

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir virtust allir sprellfjörugir og búið var að hreinsa upp kornið og fara í vatnið hvort sem það var nú mamman eða ungarnir sem það gerðu. En þetta leit allavega allt vel út og var hirðunum vel tekið þegar verið var að dedúa við að koma fyrir betri vatnsdall og mat í varpkassanum.

Picture 004

Þó allt væri í ró meðan á þessu stóð var þó hanapabbi fljótur að koma sér fyrir á varðstaðnum og hænumamma að hreiðra um sig í varpkassanum og tína ungana undir vængina í ylinn.

... þannig að eitthvað af "teipinu í djúpinu" á hænumömmu og hanapabba er þó í lagi þrátt fyrir að þau sjálf hafi bara vaknað til lífsins í útungunarvélinni forðum (sbr. fyrri færslu).

Bros og kveðjur í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voðalega eru þau dugleg. Og pabbinn svona stoltur

Jóna Á. Gísladóttir, 28.9.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já þessir pabbar, þeir standa á öðrum fæti, gala og halda að þeir séu miðja sköpunarverksins, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 29.9.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt, mig langar aftur í hænur.

er þetta samt ekki svolítið seint að koma í heimin, hvernig verður veturinn þegar maður er svona lítill ?

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín líka

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:33

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk og sömuleiðis Steina

Jú þetta er svolítið seint fyrir hænuunga. Með hitaperu hjá þeim þá bjargast þetta vonandi

Hólmgeir Karlsson, 30.9.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband