Skólinn byrjaður og allt felllur í sinn farveg á ný

Þá er það víst að gerast einu sinni en að sumarið er að verða búið, ekki það að það hafi hlaupið neitt frá okkur feðgum að þessu sinni. Það virðist bara alltaf svo stutt þegar það er liðið.

SkólastartSkólinn var settur í dag hjá strákunum og alvaran tekur svo við á morgun. Búið að fara í gegnum árlega pakkann með innkaupalistum, ný íþróttaföt, sundföt og allt það ... Skólabækurnar

Einhvernvegin er það þó bara gott að skólinn er að byrja, því þá fellur allt í svo mikla reglu á ný eftir ævintýri sumarsins og frelsi. Það besta er að "ormana" var farið að hlakka til að byrja á ný og það er "nottlega" bara frábært.

Segi ekki að það væri ekki gott að hafa "góða mömmu" í hópnum til að sjá um "pakkann", allavega annað slagið Tounge ...  Held ég sé samt kominn í gegnum tékklistann að venju og ekkert eftir nema smyrja nestið í fyrramálið .....

Bros í bloggheima Wink ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi það er voða gott að komast aftur í rútínuna. Þú stendur þig frábærlega eins og góðri ''mömmu'' sæmir

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Jóna,..  þú ert alltaf tilbúin með stuðning og hvatningu  ... Það erso notarlegt :)

Hólmgeir Karlsson, 28.8.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já það skal viðurkennast að það er gott að komast í rútínu aftur, og ég kannsa líka við vöntunina á "hinum meðlimnum" í hópnum... ég skal sjá um nestið ... en mig vanta förunaut fyrir okkur... En það á við þig eins og mig að sá aðili kemur þegar okkur er ætlað að hann komi... Þótt við reynum okkar besta að vera "mamman og pabbinn" í einum pakka... og ég vil meina á því sem ég hef lesið hér að þú ert full gild mamma líka...en ég skil þig mjög vel...

Knús... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.8.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

"Minn tími kemur" sagði Jóhanna og hún er jú komin á þing  ... hver veit Magga nema það gildi um okkur líka :),. ... og takk yrir falleg orð

Hólmgeir Karlsson, 28.8.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband