24.8.2007 | 23:01
Ljóð og lag í stað ferðasögu .....
Þegar ég ætlaði að fara að blogga örlitla ferðasögu um viku ferð okkar feðganna til Svíþjóðar áttaði ég mig á því að teknar höfðu verið tæplega 250 myndir í ferðinni af ævintýrum sem tekur mánuð að endursegja. Ég ákvað því að slá þessu aðeins á frest. Kannski skrifa ég bara um þetta kaflaskipt og tek einn dag í einu, he he ...
Þess í stað ákvað ég að vera pínu djarfur og setja á bloggið mitt lag og ljóð sem kom til mín nær fullskapað eitt kvöld og lýsir vel því hvað þessir "ormar" eru að gera mikið fyrir mig og gefa mér mikið. Þar sem ég er hvorki skáld né tónlistarmaður, aðeins fiktari af lífi og sál, bið ég ykkur kæru bloggvinir að taka viljann fyrir verkið ...
They Treate me like the Prince of Wales
They treate me like the prince of Wales
they treate me like a God,
but sometimes they treate me like Ive done something bad.
I want to know, I want to feel
their fairs and sacrifies,
but I will never live their lives like mine
My love for them, my care for them
is bigger than a part,
and always like the sunny side of my heart.
Athugasemdir
Svakalega er gaman að heyra röddina þína Hólmgeir. Fallegt ljóð og lag. Til hamingju með það. Gerir það extra gott að vita að þu sért að syngja til ormanna þinna. Þú lofar að gera eitthvað við þetta!?
Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 23:34
OMG ... you make me nervus girls ... Jóna þegar þú ert búinn að gefa út 3 bækur skal ég íhuga "one single" he he ... og Magna ég fékk "andabrjóst" við að lesa kommentið þitt. You are the most beautifule blogger friends one can imagin ...
Hólmgeir Karlsson, 25.8.2007 kl. 00:07
Maður veit ekki hvað maður á að segja eftir þessum gyðum hér á undan... Mér fannst lagið og textinn yndislega ljúfur og hlíjar manni um hjartarætur...
Þú stendur þig vel í alla staði...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 25.8.2007 kl. 10:53
Gyðjum... úff.. hvað ég get verið hölt á lykklaborðinu...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 25.8.2007 kl. 10:54
Hólmgeir ekki bíða eftir bókunum. Það líst mér ekki á. Þú ættir að taka þetta lag lengra. Útsetja. jafnvel bæta við chorus. Setja á myspace.... eitthvað! Svo hef ég nú grun um að þú eigir eitthvað meira á lager
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 10:59
Takk kærlega Magga :) ... þú fellur nú bara vel í hópinn ...
humm Jóna ... I will think about it .. Já ég luma á einhverju fleiru en það er bara "my personal thoughts and fealings" og ég allt of hlédrægur til að gera eitthvað með það ...
Hólmgeir Karlsson, 25.8.2007 kl. 11:51
Þaðan koma bestu verkin. Frá hjartanu.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 11:55
Sæll Hólmgeir...gott að vera kominn aftur í bloggheima og gott að vita að bloggvinir eru klárir á línunni. Þú kemur bara næst á Fiskidaginn mikla, þér er fyrirgefið...ég var ekki einmanna þar. Lagið er ljúft og mörg skáldin og margir tónlistarmennirnir ná ekki að senda frá sér svona gott efni beint frá hjartanu...ég er stoltur að eiga þig sem bloggvin.
Júlíus Garðar Júlíusson, 25.8.2007 kl. 15:24
Just love it :) Do something about it
Móa (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.