14.8.2007 | 14:18
Vellukkað Króksmót
Kári minn var að keppa með 5. fl. KA á Króksmóti um helgina síðustu. Ég var liðsstjóri fyrir liðið hans þannig að við fórum bara allir feðgarnir saman og gerðum úr þessu smá ferðalag í leiðinni. Ólíkt verslunarannahelginni á Akureyri þá komu miklu fleiri en nokkurn tíma áður, tvöföldun frá mótinu í fyrra og keppendur yfir 1000. Allt fór vel fram og gekk vel, en 3000 óseldu hamborgarar Akureyringa frá verslunamannahelginni hefðu þó getað gengið út á Króknum, því það eina sem skyggði á þetta flotta mót var að matur var af skornum skammti og þurfti að leita að mat ofan í síðustu munnana á laugardagskvöldið, en samt ekkert til að gráta yfir því allt reddaðist þetta með dug heimamanna.
Eins og alltaf þá var ótrúlega gaman að vera með svona hóp heila helgi, en liðstjórinn er í hlutverki pabba og mömmu, sálfræðingsins og líka agameistarans sem reynir að byggja þá upp í hvern leik hvort sem það er eftir sætan sigur eða niðurlægjandi tap.
Okkur vegnaði vel því liðið náði með einbeitingunni að landa 3. sæti á mótinu í sínum flokki og Kári minn náði að yfirstíga sínar stærstu hindranir á þessu móti, því hann átti markið sem kom þeim í 2:1 í lokaslagnum um 3. sætið. Sætur sigur fyrir hann því hann hefur oft vantað herslumuninn á að trúa að hann gæti klárað þetta.
Liðið: (Efri röð f.v.) Jóhann, Ólafur, Gauti, Tómas, Kári og einn þjálfarinn.
(Neðri röð f.v.) Gunnar, Ísak, Guðmundur og Hreiðar.
Úrslit leikja: 3-1 KA-Kormákur, 3-0 KA-Tindastóll, 3-1 KA-Smári, 1-1 KA-KAc3,
2-0 KA-Þór, 1-4 KA-Fram/Hvöt og 2-1 KA-KAc3
Og hér hampa kapparnir bikarnum glaðir og ánægðir eftir erfiða og skemmtilega daga á Sauðárkrók.
Gist var í íþróttahúsi grunnskólans á staðnum og var þar mikið fjör þangað til allir féllu í fasta svefn örmagna efir erfiði dagsins ...
Að mótinu loknu tókum við síðan afslöppun í hjólhýsinu okkar því okkur lá ekkert á heim, en heim komum við seinni partinn í gær.
Það var ósköp notalegt þegar við vorum aftur orðnir einir feðgarnir að hvíla sig vel, gott að borða og svo horfðum við á eina góða mynd fyrir svefninn.
"Frábær ferð og frábærir fótboltastrákar að eiga við"
Á morgun erum við svo að skella okkur í flug til Köben frá Akureyri á leið okkar í viku ferðina til Svíþjóðar ..... þannig að það verður lítið bloggað næstu vikuna.
Bros í bloggheima ...
Athugasemdir
Þú ert svo frábær með krakkana Hólmgeir. Ég dáist að þér fyrir það. Til hamingju með árangurinn og ekki síst vegna persónulega sigursins hans Kára. Skemmtið ykkur nú vel innan um Danana og Svíana.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 14:45
Takk Jóna, þú ert svo góð við mig í kommentunum þínum.
og bloggknús ...
Hólmgeir Karlsson, 14.8.2007 kl. 23:04
UUUMMMMmmmm.... má ég fá afleggjara af þér ...??? hehehhee... svona svo að strákurinn minn eigi eins frábærann og yndislegann pabba og þú ert við syni þína...
Þið eruð svo mikar perlur allir... og ég óska ykkur yndislegrar ferðar til útlanda... er pláss í ferðatöskunni fyrir mig... eða þarf ég að fara að finna flugfreyjubúninginn framm...??? hehehehhee...
Ritknús
Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.8.2007 kl. 23:34
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.