Krónan veiktist um 0,53% eftir að tilkynnt var um virkjanaframkvæmdirnar

Framkvæmdaaðilar við Stóra klett neita því ekki að veiking krónunnar í dag sé í beinu samhengi við fréttir af framkvæmdunum. Greiningardeildir spá því að með þessari framkvæmd sé verið að hverfa frá stóriðjustefnunni og ímynd vistvænna smávirkjana taki við. Þetta muni hafa áhrif strax á tiltrú á krónuna og slá hratt á þensluna sem skapast hefur af opinberum stórframkvæmdum.

Því er jafnvel spáð að markaðir muni gera greinarmun á virkjunum eftir stærð og eðli og búast megi við að hærra verð fáist fyrir rafmagn frá Stóra kletts virkjuninni en stærri virkjunum á borð við Kárahnjúka og Nesjavelli sem muni mega vænta verðfalls í kjölfarið. Þetta telja framkvæmdaaðilar mjög jákvæða þróun og harma það ekki þó fréttir af vinnu þeirra á virkjunarstað verði til að hrista upp í ofhituðu hagkerfinu. Þeir telja jafnframt að þetta sé bara byrjunin á falli krónunnar og búast megi við hræðslu á mörkuðum næstu daga. Líkleg niðurstaða er að gengisvísitalan gæti farið yfir 120 innan fárra daga segja þeir að lokum.

Fréttina frá í dag má nálgast hér: http://hk.blog.is/blog/hk/entry/272225/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband