23.7.2007 | 20:39
Wonderful Copenhagen
Eins og ég var búinn að blogga um þá fór ég til Danmerkur á miðvikudagskvöldið. Eyddi fimmtudeginum og föstudeginum á Jótlandi vegna vinnunnar, en var svo í Kaupmannahöfn og reyndar Malmö líka um helgina. Þetta var frábær ferð í alla staði, tókst vel það sem ég ætlaði mér vegna vinnunnar og svo hvíldist ég ótrúlega vel um helgina þó ég svæfi svo sem eiginlega lítið eða ekkert, he he ... Þræddi gítartónleikapöbba á föstudagskvöldið og dansaði frá mér allt vit á á sunnudagsnóttina eftir að ég hitti þessa líka yndislegu 28 ára Kanadísku flugfreyju hana Valerie. Verst að hún átti kærasta heima, svo við dönsuðum bara alla nóttina og gengum síðan heim (2ja tíma labb, I am not kidding) og borðuðum morgunmat saman áður en við kvöddumst um 7 leitið og héldum hvort sína leið.
Vona bara að henni hafi gengið vel í Stokkhólmsflugi á sunnudeginum en hún átti að vera mætt útá völl um hádegi, ubs! ... en það var svo sem ekkert því ég hafði meiri áhyggjur af flugstjóranum, unga sprelligosanum honum Jason, sem einnig var að skemmta sér og var dálítið iðinn við gleðivökvana. Valerie fullvissaði mig þó um að þetta yrði í lagi, því þau færu ekki "rassgat" ef kallin yrði ekki í lagi, en þau voru að fljúga einkaþotu sem einfaldlega yrði seinkað.
Læt nokkrar myndir lýsa stemmingunni sem Kaupmannahöfn bauð mér uppá í þessari ferð.
Húsin í Köben hafa svo mörg andlit ... Nærbuxnableik
eða órökuð og hrjúf ...
Ótrúlega fallegt í garðinum við Rósenborgarhöllina
Kaffibollarnir urðu býsna margir og víða ....
Malmö
Á sunnudagsmorguninn (um 11 leitið ...) skellti ég mér svo til Malmö og sem betur fer fékk ég lánaða regnhlíf á hótelinu áður en ég lagði af stað, því það var byrjað að rigna. Já og það var bara RÉTT BYRJAÐ AÐ RIGNA, því í Malmö hrundi himininn gjörsamlega og allt var á floti og ég á gallabuxunum og peysu með regnhlífina. Ein þetta var akkúrat rétta veðrið fyrir mig, hlýtt en ausandi rigning ....
en það merkilega þó var að ég blotnaði ekki nema uppað hnjám því rigningin í Malmö féll af himnum, en kom ekki æðandi úr einhverri annarri átt eins og hér heima ....
Þrátt fyrir rigninguna þá hef ég sjaldan labbað eins mikið því ég var úti allan daginn að lestarferðunum undanskildum og svo einu góðu kaffihúsi.
Lenti sæll og glaður á Akureyri kl 8:15 í morgun passlega til að fara í vinnuna.
Lenti sæll og glaður á Akureyri kl 8:15 í morgun passlega til að fara í vinnuna.
Athugasemdir
Yndisleg ferðasaga... og gott að þú hafir notið ferðarinna.. og ég skil það vel... Köben er mín heimaborg nr.2... enda dönsk... Lindquist... hehehhee... Jeg skule moske skrive dette paa dansk...hehhee... Ég vildi að ég hefði getað verið þarna með þér... hehehe...
Ritknús... frá mér...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.7.2007 kl. 22:33
Yeah right.... borðuðuð morgunmat my ass. Hann hefur þá verið frekar óhefðbundinn
Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 23:42
Maður lifði sig inní stemmninguna. Betra að kíkja á svona blogg en að kúldrast í loftlausum rörum um háloftin til að nálgast þetta. Allt á sér jú stað í huga okkar, svo oft er ferðin aukaatriði. Takk fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 15:07
Takk fyrir innlitið kæru vinir, alltaf jafn notarleg kommentin ykkar :) nema ég skil ekki alveg kommentið þitt Jóna, he he ... þetta "my ass".. já morgunmaturinn var óhefðbundinn, en hann var MORGUNMATUR Jóna, no dirty thoughts ... og var klukkan sjö, en ekki SEX. Jón að leyfa sér að njóta stundarinnar þegar hún birtist er kúnst hugans og biðja ekki um neitt meira en það sem er, þá er svo gott að vera til og upplifa kærleika, frelsi og leik. Það finnst sálinni gjeggjað því hún veit að slíkt er bara heilun á tilveruna. Já og Magga það er ég viss um að þú hefðir getað verið góð "flugfreyja" í þessari ferð, he he :)
Þið eruð bara frábær, takk :)
Hólmgeir Karlsson, 24.7.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.