Engar tennur ekkert kjaftæði

Get vel fellt mig við þessa ákvörðun, því þessar auglýsingar hafa engum verið til sóma, hvorki auglýsingastofunni né fyrirtækinu sjálfu.

Coke zero

Það er þó vissulega alltaf álitaefni hvenær verið er að slá á létta strengi og hvenær alvaran tekur við og við upplifum hluti sem særandi eða þannig að þeir vegi að hagsmunum eða rétti einhverra.

Í þessu tilfelli finnst mér ákvörðunin hárrétt. Ég hef þó miklu meiri áhyggjur af því hvað afleiðingar þessi vara Coke Zero (og sambærilegar) geta haft fyrir tannheilsu barna og unglinga sem eru markhópur vörunnar.

Vísa í því sambandi til eldri bloggfærslu minnar

CokeZero ..   engar tennurekkert kjaftæði ... (sjá hér)

Skemmd c 25


mbl.is Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér finnst Coke Zero eini sykurlausi drykkurinn sem drekkandi er en ég sá aldrei þessar auglýsingar af því að ég bý ekki á Íslandi og hér í Kanada var aldrei nein herferð farin.

Vil hins vegar segja að myndin efst á síðunni þinni er frábær. Hef ég kannski sagt það áður? 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.6.2007 kl. 20:11

2 identicon

svo ótrúlega fáir sem vita hvað gervisykurinn er óholl ... fólki er talið trú um að það sé að drekka/borða eitthvað hollt af því að það er "sykurlaust"... finnst að það ætti að banna svona auglýsingar þar sem er verið að tala í kringum hlutina ... ekki sniðugt

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er ekki bara allt gott í hófi!?

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2007 kl. 01:31

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Kristín :) þessi flokkast undir eina af uppáhaldsmyndunum mínum sem ég hef tekið ...

og sammála Kleópatra það er allt of mikið af auglýsingum sem eru villandi og fólk er leitt inní eitthvað sem er töff og kúl og ímyndin oft þannig að maður á að verða svo flottur af því að neyta varanna eins og þessara drykkja og athyglinni um leið beint frá óhollustunni. Ég hef sjálfur unnið að þróun matvæla í mörg ár og mér gramdist alltaf að "alvöru hollusta" fær sjaldan sanngjarna umfjöllun í samfélaginu. Peningarnir, öfgar og tíska ráða þar mestu. En heimur batnandi fer, ef við bara að taka þátt í því og BROS til þín  ..

Jú Jóna allt er best í hófi  ... og það er allt í lagi að fá sér gos til hátíðarbrigða, en þessa auglýsingar eru bara svo skelfilega villandi og leiðandi. Tannskemmdir barna og unglinga í dag eru DAUÐANS ALVARA og þessir godrykkir eru svo lúmskir þar sem fólk hefur almennt tengt tannskemmdirnar við sykurinn á meðan það er SÝRAN í drykkjunum sem er aðal skaðvaldurinn.

Hólmgeir Karlsson, 10.6.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband