7.6.2007 | 19:49
Árangur af þróttmiklu starfi metinn
Já það var ánægjulegt að vera við skólaslit í skólanum sínum þar sem íbúar sveitarfélagsins fylltu þau sæti sem í boði voru í íþróttahúsi staðarins.
Það besta við þetta allt er, að þó veiting Íslensku menntaverðlaunanna kæmi skemmtilega á óvart, þá komu verðlaunin samt fólki sveitarinnar ekki eins mikið á óvart og ætla mætti. Íbúar sveitarinnar eru mjög meðvitaðir og virkir þátttakendur í því góða skólasamfélagi sem einkennir Hrafnagilsskóla og enginn efaðist því um að skólinn, starfsfólk hans og börnin ættu þennan heiður skilið.
Árangurinn skólans sem verðlaunaður var er engin tilviljun, heldur uppskera af margra ára markvissu starfi þar sem markmiðin hafa verið klár. Skólanum var ætlað að verða til fyrirmyndar í kennslu, í öllum samskiptum við foreldra og börn, að verða skóli í fremstu röð vitandi það að góður skóli er ein af grunnstoðunum sem styrkir búsetu og gerir sveitarfélag eins og Eyjafjarðarsveit að eftirsóknarverðum stað.
Þetta er bara yndislegt og enn og aftur til hamingju starfsfólk Hrafnagilsskóla með árangurinn af frábæru starfi . Mestu hetjurnar eru þó börnin sem votta þetta góða starf með framkomu sinni og góðum skólabrag í alla staði.
Um helmingur sveitunga mætti við skólaslit Hrafnagilsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með skólann ykkar
Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.