1.6.2007 | 23:58
Skrítið símtal ....
Já ég fékk skrítið símtal í dag sem ég er ekki alveg búinn að vinna úr. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni fyrir nokkru að fíni sæti jeppinn minn hann Eddi varð fyrir smá skemmdum sem er ekki gott því hann er nánast eins og einn af fjölskyldumeðlimunum og alveg ómissandi.
Þetta gerðist þannig að ég mætti ofhlöðnum malarflutningabíl sem var svo yndæll að senda mér eina grjótgusu af pallinum, sem rústaði framrúðuna og skemmdi húddið og grillið á bílnum.
Allt í lagi .... þú færð þetta bætt allt saman, já já VÍS á að borga fyrir flutningabílinn, ekki málið. Nú er hann Eddi minn búinn að vera á verkstæði síðan á þriðjudag og ég fékk litla toyótu lús frá Hertz til að vera á á meðan. Ég var líka alveg ánægður með það þangað til ég fékk þetta skrítna símtal í dag frá verkstæðinu ...
Halló þetta er hérna á verkstæðinu, við erum í smá vanda. Við erum búnir að gera við bílinn, en það vantar framrúðuna. Við fengum rúðu en hún passaði ekki .... Nú já segi ég ... Sko er svarað við erum búnir að panta nýja sem passar en þú verður að skila bílaleigubílnum, því tryggingarnar borga ekki bílaleigubíl meðan beðið er eftir varahlutum, bara meðan verið er að gera við.... Þögn smá stund, hvað meinarðu segi ég á ég að skila bílnum en fæ ekki minn ... Já þú verður að gera það kl 5 í dag .... Aftur þögn mín megin (verða að segja ykkur bloggvinir að ég vissi hreinlega ekkert hvað ég átti að segja, ég var svo rasandi)... svo gat ég stunið því upp,.. ég hreinlega get það ekki því ég er staddur í Reykjavík á fundi og bílaleigubíllinn á vellinum fyrir norðan.....
Til að gera langa sögu stutta var mér boðið að ég gæti svo sem skilað bílnum í fyrramálið,... og ég sagði, takk já ætli ég verði ekki að reyna það.
EN HALLÓ HUGSAÐI ÉG SVO ÞEGAR ÉG VAR KOMINN HEIM Í KVÖLD, HVAÐ VARÐAR MIG SVO SEM UM ÞAÐ HVAÐ ER LENGI VERIÐ AÐ GERA VIÐ BÍLINN MINN SEM AÐRIR SKEMMDU FYRIR MÉR.
Svo nú leita ég ráða hjá bloggheimum. Á ég að skila litla bílaleigubílnum á morgun og vera bíllaus eitthvað fram í næstu viku? ...... tveggja barna faðirinn sem bý auk þess heldur úti í sveit og kæmist ekki einu sinni heim frá því að skila bílnum, hvað þá að fara í vinnu á mánudaginn o.s.frv.
Bros í bloggheima en þó ekki til VÍS
p.s. myndi er af Kára mínum og Edda
Athugasemdir
Skiptu til TM
Einar Þór Strand, 2.6.2007 kl. 00:06
Ég er ekki tryggður hjá VÍS,.... það er vörubílaeigandinn sem er hjá VÍS og á að bæta tjónið ....
Hólmgeir Karlsson, 2.6.2007 kl. 00:12
Takk Jón :) gott að ég er ekki einn um að skilja ekki þessi vinnubrögð. Auðvitað er ennþá verið að gera við bílinn og ég gat lítið gert til að tryggja að þeir pöntuðu rétta rúðu í bílinn. Þetta er eiginlega bara MEGAFINDIÐ
Hólmgeir Karlsson, 2.6.2007 kl. 00:15
Ekki skila bílnum. Þú getur ekki verið bíllaus, svo einfalt er það og bíllinn þinn er enn í viðgerð, það er ekki þín ábyrgð að rúðan passaði ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:28
Hvað er verkstæðismaður að skipta sér af þessu? Er ekki nær að tala við Æðeyjar-Gvend eða einhvern annan hjá VÍS?
Varla geta margir verið svona vitlausir í einu?
Valdimar Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 18:07
Þetta er eitthvað skrýtið! Ég myndi tala við VÍS. Vona bara að þetta sé ekki þetta týpíska smáa letur hjá tryggingafélögunum. Ef það er málið þá ættirðu að tala við fyrirtækið sem rekur malarflutningabílinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.6.2007 kl. 20:54
Takk fyrir ráðin kæru bloggvinir :) ... Já þetta er skrítið. Ég er á bílnum ennþá gallharður. Ég talaði við einn góðann ráðamann sem ég þekki hjá VÍS þó það væri laugardagur. Hann sagði að þetta væri svona (smáaletrið).... en sagði svo humm .... vertu á bílnum, þetta hlýtur að leysast. Hann viðurkenndi það fúslega að það gæti ekki verið mín sök að beðið væri eftir rúðunni, en tryggingar borguðu samt ekki slíkt. Þannig að við urðum "sammála" um að þetta væru afglöp verkstæðisins sem er að gera við fyrir þá..... Svo VÍS fær nú smá bros frá mér og viðkomandi starfsmaður STÓRT BROS
En svo er bara að sjá hvað bíður mín eftir helgina ...
Hólmgeir Karlsson, 2.6.2007 kl. 21:56
ég lenti í þessu og smá letrið segir að þú hafir bílaleigubíl í 5 daga
Gunna-Polly, 3.6.2007 kl. 12:56
Hæ Gunna,.. já smáaletrið er magnað. Ef þetta hefði verið þannig að tryggingarnar mínar væru að bæta mér bílinn (kaskóið) væri ég alveg sáttur við það, en í mínu tilviki á ég að fá mitt tjón bætt í topp þar sem ég er ekki valdur að neinu og það er trygging þess sem skemmir fyrir mér (vörubílsins) sem bætir eigandanum það sem hann er tryggður fyrir. Mér er því bara slétt sama hver mun borga þennan bílaleigubíl umfram 5 sólarhringana, VÍS sem tryggir vörubílinn, verkstæðið sem pantaði vitlausa rúðu eða vörubílaeigandinn sem er þá hugsanlega ekki tryggður fyrir öllu tjóninu sem hann olli.
This is as simple as that, og ég er meira að segja farinn að hlakka til að skila bílaleigubílnum .... "útrunnum" ...
Hólmgeir Karlsson, 3.6.2007 kl. 21:02
Tryggingamál eru alldrey skemmitleg... og mér persónulega finnst smáletrið svo mikið bull... hvað varð um heilbriðaskynsemi...og viljann til að hjálpa fólki... það er ekki eins og að þú hafir beðið um þetta... ææii... þetta er bara leiðinlegt að heyra... en að mínu mati átti verkstæðið sjálft að borga bílinn þarna á milli... þeirra mistök.. það verður gaman og fott fyrir þig að fá Edda aftur... enda flottur bíll... sá ykkur saman um daginn... hehhee...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.6.2007 kl. 09:58
Eddi er kominn heill heim með nýja rúðu og voða sætur .. og ég skilaði bílaleigubílnum með bros á vör þegar ég sótti kallinn. Vona bara að það sé END OF STORY :) Takk fyrir stuðninginn.
Hólmgeir Karlsson, 4.6.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.