Lítið bloggað, en allt í góðu

Hef lítið bloggað að undanförnu og svo sem allt í lagi með það. Hef haft ýmislegt á minni könnu undanfarið því ég er nýlega byrjaður í einni skólatörninni enn við háskólann minn í Liverpool. Við þær aðstæður verður lítill tölvutími eftir til að blogga, nema svona rétt til að taka mesta lyklaborðsskjálftann úr puttunum eftir verkefnavinnuna á netinu.

Annars hafa síðustu dagar verið mjög viðburðarríkir og skemmtilegir þar sem ég er nýlega búinn að ráða mig í nýja og mjög spennandi vinnu, sem bara kom svona eins og "þruma" úr heiðskíru lofti. En stundum gerast hlutirnir hratt og það veit á gott.

Ég hóf sem sagt störf í síðustu viku sem framkvæmdastjóriFóðurbillinn Bústólpa sem er fóðurframleiðslufyrirtæki og selur fóður og aðrar rekstrarvörur til bænda.

Ótrúlega gaman að fara að vinna á ný í umhverfi þar sem bændur landsins eru viðskiptavinirnir, því þar er göfug stétt á ferð sem allt of oft er vanmetin. Hér er líka fullt af góðu fólki sem mér líst alveg bráðvel á að vinna með.

Bros og kveðja í bloggheima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Innilega til hamingju með nýja starfið.. og megi það flytja  þér gæfu í framtíðinni...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.5.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Ég óska bændum - og þér - til hamingju með þessi starfaskipti

Valdimar Gunnarsson, 23.5.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir góðar kveðjur kæru bloggvinir Valdimar, Magga og Gurrí  ... það var orðið tímabært að ég færi að vinna við að "matreiða" ofan í kýrnar eftir alla mjólkina sem þær hafa leift mér að leika mér að í gegnum árin

Hólmgeir Karlsson, 23.5.2007 kl. 19:31

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er bara svona. Til hamingju með þetta. Greinilega nóg að gerast hjá þér Hólmgeir og ekki skrýtið að það komi niður á blogginu. Við bíðum bara þolinmæð eftir færslunum þínum svo ekki láta þig hverfa.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 12:19

6 identicon

Til hamingju með vinnuna pabbi og vona að þú njótir hennar.

p.s. Þú ert ekki búinn að blogga lengi.

kári (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:39

7 identicon

Innilega til hamingju elsku frændi minn. Það er gott að heyra að þú sért ánægður með nýju vinnunna því öðruvísi á það ekki að vera :)

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 17:09

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott að þolinmæðin er við líði í bloggheimum Jóna :)

Takk Kári minn, gaman að fá þig í heimsókn  ....  lítið bloggað, humm já .. það er víst rétt, en í morgun var ég að lesa fyrir skólann þangað til ég fór með þig á íþróttaæfingu og var svo búinn að lesa smá í viðbót þegar ég fór með ykkur bræður í afmælið áðan ,..... og nú ætla ég að nota tímann vel þangað til ég sæki ykkur aftur svo ég liggi nú ekki í bókunum í kvöld líka. Bloggið lendir í 3 sæti, he he  ..

Takk elsku Ragnheiður  ...

Hólmgeir Karlsson, 26.5.2007 kl. 18:11

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já og TAKK kærlega Jóna fyrir óskirnar góðu  ...  æ need that

Hólmgeir Karlsson, 26.5.2007 kl. 18:13

10 identicon

Innilega til hamingju með nýja starfið Hólmgeir !

Magna (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:03

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 og takk Magna. Þekki bara eina Mögnu þannig að þetta hlýtur að vera þú ... er það ekki  ...

Hólmgeir Karlsson, 28.5.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband