13.5.2007 | 14:40
Stjórnarmyndunarviðræður !?
Já nú fer allt á fullt í stjórnarmyndun eftir einhverja eftirminnilegustu kosninganótt sögunnar. Margir spámenn hafa þegar komið fram sem telja sig vita hvað muni verða.
Mun stjórnin bara halda áfram, eða fer framsókn í hagagöngu og hvíld eitt kjörtímabil til að koma endurnærð og sterk tilbaka, eða ...... svo koma spurningarnar sem erfitt er að svara ..
Sjálfstæði og Samfylking gætu svo sem líka myndað ríkisstjórn, en ómygood .. hvað ættu þau sameiginlegt,
<<<< líka spurning hvaða vægi Ingibjörg fengi ef hún biðlaði til Geirs eftir allar heráætlanirnar um að koma honum og hans liði frá völdum
.... eða Sjálfstæði og VG, en þeir flokkar eiga þó allavega sameiginlegt að vera sigurvegarar kosninganna hver á sinn hátt, já og svo að hafa sterkar skoðanir á stóriðju, þó þær fari ekki alveg saman.
Það verður gaman að fylgjast með hvað gerist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.