Nýir hattahönnuðir

Litli prinsinn minn kom heim með þennan forláta hatt úr skólabúðum á Kiðagili. Hattinn bjó hann til sjálfur úr ullarþæfingi og var víst mótaður í potti.

Picture 076

Hatturinn er svo flottur og að sjálfsögðu "All natural" og "Icelandic hand made" að hann myndi sóma sér vel í flottustu hattabúð stórborgar.

Á Kiðagili eru reknar skólabúðir sem krakkarnir úr skólanum okkar eru svo lánsöm að fá að heimsækja þegar þau eru í 4. bekk. Frábær staður þar sem þau læra ótrúlegustu hluti, sem manni dettur kannski ekki fyrst í hug að finna uppá í barnauppeldinu.

Bros í bloggheima á þessum fallega sumardegi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mr. Stetson...eat your heart out!  Þessi er flottur. Minnir mig á höfuðföt hinna bráðfyndnu Hvanndalsbræðra, sem ég sá einu sinni á konsert í borginni.  Er nokkuð Al-þjóðlegra?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekkert smá flottur

Gleðilegt sumar sömuleiðis Hólmgeir! 

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Flottur hattur - fínn til að verja sig frá sólargeislunum sem verða í allt sumar.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 20.4.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hattahönnuðurinn ungi er í skýjunum eftir að sjá þessar athugasemdir ykkar á blogginu hans pabba   ...

Hólmgeir Karlsson, 20.4.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband