Rok og myndaveður

Það er búið að vera endalaust rok í allan dag og ekkert gaman að vera úti. Fór því að dunda mér við að stækka nokkrar myndir sem ég var að taka af krökkum í vikunni sem leið. Þó að öll myndefni séu góð þá er alltaf eitthvað sérstakt við það að mynda börn.

Kannski er það vegna þess hve augnablikin eru alltaf dýrmæt hjá þeim, eins og tíminn standi í stað, og ekkert verið að velta sér uppúr því hvað gerist á morgun. Áhyggjur af framtíðinni einskorðast oft bara við hvað er langt til jóla eða í næsta afmæli.

krakkar 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Borðstofuborðið mitt í lok dags. Finnst það ferlega flott í þessum búning :) ... og einhvernveginn svona er það býsna oft .....

 

                                                                     

Kiddi Kalli

          Birta

Kiddi Kalli frændi                                                            og Birta Rún frænka

Sara 

 

 

.... og Sara vinkona

 

 

 


Þegar maður hefur lítið að segja við bloggið sitt, þá lætur maður bara myndirnar um það :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Myndir segja meira en þúsund orð ... hef ég heyrt! Þessar eru skrambi góðar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já þessar elskur áhyggjuefnin eru oftast bara glaðvær eftirvænting fyrir einhverju skemmtilegu.  Það er svo miklu jákvæðara að hlakka til lífsins.  Kvíði er í rauninni það vitlausasta sem til er. Ef hann er ekki á rökum reistur er hann algerlega tilgangslaus. Ef hann er hinsvegar á rökum reistur, þá er enginn leið að stöðva tíman með kvíða eða sneyða hjá því óhjákvæmlega. Það kemur sem kemur eins og kerlingin sagði.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott að fá ykkur í heimsókn Gurrí og Jón  ...

Ég man það sjálfur frá þessum aldri að það eina sem maður hugsaði um þegar maður var að fara að sofa á kvöldin var hvað maður hlakkaði til að vakna morguninn eftir og fara að atast og leika sér. Það voru yndislegir tímar þar sem ótti og áhyggjur voru bara orð sem maður eiginlega skildi ekki. Í dag skilur maður þau, en reynir að forðast þau og halda í barnið í sér og lifa á þann hátt, þó auðvitað verði maður að sinna ýmsum skildum. En ef maður nær að gera það óttalaust þá er lífið lifandi :)

Hólmgeir Karlsson, 25.3.2007 kl. 00:36

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég kemst ekki að því að fara að dagdreyma þegar ég les skrif þín og komment jóns. Þetta er kannski þetta sem vantar í mig... og mínar áhyggjur eru  þær að því að ég var svift æsku minni að ég kunni ekki að leifa syni mínum að njóta hennar... er ég þá að gera eitthvað vitlaust varðandi hann... þessi skrif fær mig til að hugsa.. en takk... Gleðilegann sunnudag....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 25.3.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband