20.3.2007 | 21:37
Sorgleg tíðindi
Já þetta finnast mér sorgleg tíðindi. Engri íþrótt hafa verið gerð jafn góð skil faglega og Formúlunni í höndum RÚV. Er reyndar þeirrar skoðunar að það sé ekki það eina sem RÚV hefur ekki bara gert betur, heldur miklu betur, en samkeppnisaðilarnir (inn?) ....
Af hverju horfirðu ekki bara á þetta á SÝN og hættir þessu væli ... myndi efalaust einhver spyrja, því þetta á jú að vera í opinni dagskrá. Það er vegna þess að ég er ekki í "markhópi stöðvarinnar", það er að minnsta kosti ekki þeim hluta hans sem telst gróðavænlegt að ná til. Ég bý nefnilega aðeins utan við mestu svifriksmengunina og þar er enga SÝN að hafa frekar en Stöð2. Hef reyndar talið það fremur kost hingað til að ná ekki þessum stöðvum, tel mig ekki fara á mis við mikið.
Kannski felst lausnin bara í því að skella sér í eina eða tvær Formúluferðir á næsta ári og sjá þetta bara "live" .... það er örugglega sjón (SÝN) í lagi
Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æææææ, en synd. Ég hef verið mjög ánægð með RÚV og Formúluna og varð frekar hissa og pínkuspæld þegar ég sá þetta nýjasta útspil 365. Er reyndar með Sýn og missi því af engu ... hvorki Enska boltanum þegar hann kemur þangað né Formúlunni. Ég er voða svekkt fyrir þína hönd ... segi nú ekki annað. Kannski gera þeir gangskör að því að bæta útsendinguna svo að allir sjái hana fyrst þeir eru nú komnir með Formúluna! Vonum það besta!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 21:45
Þarna sér maður hvernig á að fara með RÚV - af því verða reyttar fjaðrirnar smátt og smátt - allt í nafni svokallaðrar einkavæðingar.
Valdimar Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 21:46
Já ég er hálf hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér Valdimar. Nú þarf að spara til að hægt sé að standa við loforðin um aukna innlenda dagskrárgerð, sem er út af fyrir sig gott. En hræddur er ég um að RÚV eigi eftir að gefa eftir og fleira að reytast af. Það verður varla langt í að þulurnar hverfa, sem mér finnst gefa RÚV mikinn sjarma og persónuleika, síðan fáum við að sjá sápurnar sem búið er að sýna annarstaðar og allir búnir að blogga um :) ... Vona samt að ekkert illt hendi Kastljósið sem mér finnst afburða góður þáttur í höndum Þórhalls, já og fréttirnar sem ennþá eru nokkuð ábyggilegar.
Gurrí, ætli maður komi þá bara ekki við á Skaganum þegar er Formúludagur
Hólmgeir Karlsson, 20.3.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.