Þolinmæði er dyggð

Ég veit þetta verður góður dagur í dag,...  var ekki í vafa eftir að ég byrjaði daginn á að lesa stjörnuspána mína í morgun, sem eins og undanfarna daga er svo hvetjandi og yndisleg:

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Það er einhver sem heldur verndarhendi sinni yfir þér og þú ert frekar en ella meðvituð/meðvitaður um það en mundu að gerast ekki kærulaus. Ekkert virðist koma þér úr jafnvægi og þú ert þolinmóð/ur mjög miðað við stöðu stjörnu þinnar um þessar mundir. Þú ert minnt/ur á að það tekur tíma að breyta góðum áformum í góðar venjur.

Hvort sem við trúum á stjörnuspá eða ekki, eða trúum á eitthvað yfir höfuð, þá er hugarfarið svo mikilvægt og öflugt. Ef okkur langar að upplifa eitthvað eða "ætlum" okkur að upplifa eitthvað gott eru miklu meiri líkur á að við upplifum það, það er bara svo einfallt. Þannig er það líka með allt gott sem við sendum frá okkur það vitjar okkar einhverntíman síðar, Smile .. andi.

Það rifjuðust upp fyrir mér um leið nokkrar gullnar setningar eftir hugsjónamanninn Dalai Lama úr bókinni "Leiðin til lífshamingju"Dalai Lama. Í þessarri bók segir Dalai Lama frá því hvernig sigrast megi á hugarfarsástandi eins og þunglyndi, reiði, afbríði eða bara hversdagslegri geðvonslu. Hann fjallar einnig um mannleg samskipti, heilbrigði, fjölskyldu og vinnu þar sem hann telur innri frið alltaf vera undirstöðuna og öflugasta vopnið. Bók sem féll alveg að mínum vangaveltum og reynslu, en verð að viðurkenna að "kallinn" er miklu flinkari að koma þessu frá sér :):)

Það sem hreif mig mest, þegar ég las þessa bók á sínum tíma var umfjöllun hans um þolinmæðina og óvininn eða mótlætið.

Þannig lítur Dalai Lama á óvininn og mótlætið sem nauðsynlega forsendu þess að við getum þjálfað okkur í þolinmæði. Hugmyndir hans um að okkur beri að virða óvini og mótlætið fyrir þau þroskatækifæri sem það gefur okkur hitta kannski ekki aðveldlega í mark hjá okkur alltaf.

En ég er svo sem ekkert í vafa. Ég væri ekki sá "ég" sem ég er í dag ef ég hefði aldrei haft vindinn í fangið á lífsgöngunni .....  Ég held áfram að sýna því sem ég þrái mest að upplifa kærleika og þolinmæði og tek "skvettunum" sem ég fæ annað slagið sem hluta af því að fara heill alla leið.

Eigiði góðan dag í bloggheimum,.... því nú ætla ég að fara að hlusta á góða mússík, setja í þvóttavélina og skúra ..... That's life Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gangi þér vel í húsverkunum ... alveg sammála þér með skvetturnar, þær bara slípa sálina. Vona að dagurinn verði frábær og að þú veljir góða tónlist ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

takk Gurrí :) ... hlustaði á gömlu plöturnar mínar með Jet Black Joe á fullu gasi svo ég átti fullt í fangi með að elta skúringakústinn ...  en nú er allt orðið hreint og fínt bæði hugur og hús

Hólmgeir Karlsson, 18.3.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þegar ég var "útvarpsstjarna" í gamla daga spilaði ég svo oft Freedom, sem er geðveikt lag, eins og svo mörg önnur með Jet Black Joe! Skila kveðjunni til Mögnu. Ertu enn að vinna fyrir KEA-skyr?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já flott lag :) ... nei ég hætti um áramótin hjá Norðurmjólk þegar allt sameinaðist í eitt Norðurmjólk, Osta og smjörsalan og MS, þannig að ég er búinn að skilja við fósturbarnið mitt KEA-skyrið og öll hin fósturbörnin mín (vörurnar sem ég hef þróað og markaðssett). Kominn í nýtt umhverfi sem er bara spennandi líka, en ég starfa nú sem fjármálastjóri SS byggis og framkvæmdastjóri Tak innréttinga (eldhús, bað og svoleiðis) á Akureyri sem varð hluti af byggingafyrirtækinu á síðasta ári.

Hólmgeir Karlsson, 18.3.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... gleymdi því alveg Gurrí að fyrirtækið getur líka smíða svalir,.. he he ... bæði litlar og stórar og með eða án brimvarnar

Hólmgeir Karlsson, 18.3.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, lífið byggist á andstæðum. Dyggðir væru ekki til án lasta. Yin og Yang eina ferðina enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein góð saga: Afinn var að ræða við guttann um mótlætið og hvernig sirast bæri á því og um lífið og dauðann. Þá sagði drengurinn: Já þetta er eins og í tölvuleiknum mínum. Maður verður að vinna eitt borð til að komast í næsta og ef maður klúðrað því þá byrjar maður aftur. Lífið er þá alveg eins og tölvuleikur nema að í lífinu er ekki hægt að vina endakallinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2007 kl. 22:23

8 identicon

Mér finnst þetta mjög góð færsla hjá þér og eitthvað sem allir ættu að hafa í huga en margir virðast gleyma of oft. Það hversu mikið það hefur að segja hvernig við hugsum um hlutina og hve hugurinn er máttugur í að móta þær aðstæður sem við erum í og þá merkingu sem við leggjum í þær.

Það er eitthvað sem við sjálf getum haft einhverja stjórn á, hvernig við notum hugsanirnar, og það er sko ekki lítið! Það þarf samt alltaf að halda sér við því maður getur oft verið ansi fljótur að gleyma sér þegar á móti blæs, sama hve einbeittur maður telur sig vera

Þá er gott að eiga góða fjölskyldu og vini sem minnir mann reglulega á

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 22:26

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góð saga Jón Steinar. Góði munurinn er sá að maður finnur lykt, hefur tilfinningar og þrár sem ekki er að finna í tölvuleikjunum. Svo þurfum við ekki nauðsynlega að vinna "endakallinn" í lífinu því við endum hjá honum og erum hluti hans  og ég er viss um að hann hefur líka húmor fyrir þessu

Takk Ragnheiður fyrir innlitið,.. já hugurinn og viðhorf okkar geta ráðið svo miklu um líf okkar. Þær tilfinninga (neikvæðar) sem við birgjum innra með okkur þær skemma bara fyrir okkur sjálfum. Þannig er ekkert fengið með því að vera reiður útí einhvern sem hefur gert á hlut manns, því sú tilfinning er hvergi til nema hjá manni sjálfum. Það er líka gott að eiga unga, góða frænku sem hefur þroska og viðhorf á við miðaldra ...  og farðu vel með þig

Hólmgeir Karlsson, 18.3.2007 kl. 22:53

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þolinmæði?? Hvað er það nú eiginlega?

Heiða B. Heiðars, 19.3.2007 kl. 15:56

11 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.3.2007 kl. 21:40

12 identicon

æi mamma mannstu ekki það sem við erum að enn að rembast við að læra ... kemur svona í bylgjum en fer svo alveg skelfilega hratt í burtu...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband