20.2.2007 | 21:36
Einhverstaðar eru lausir endar ! í höfði eða tölvu :(
Fékk í kvöld í tölvupósti hin undarlegustu skilaboð frá fyrirtækinu sem ég kaupi nettengingu og tölvupóstþjónustu frá. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þetta ...
... því ég á að láta vita ef ég er ekki að fá tölvupóstinn !? . . . .
humm,.. ég á sem sagt að vita ef einhver þarna úti hefur reynt að senda mér tölvupóst sem ekki hefur borist til mín,.. JAMM þetta er bara frábært. Viljið þið vera svo væn elsku vinir að senda bréfdúfuna til mín til vonar og vara ef þið hafið reynt að senda mér póst nýlega
Þetta minnir mig á eina ágæta manneskju sem eitt sinn las inn eftirfarandi skilaboð á símsvara þegar hún var að boða til fundar:
".... og ef þú færð ekki þessi skilaboð viltu þá vinsamlegast hafa samband strax"
en hér fylgir hið ágæta og innilega bréf frá internetþjónustunni með þeirra eigin útliti og stafsetningu. Og gleymum ekki að bréfið barst mér ... já já ..
K?ri vi?skiptavinur.
Vegna lagf?ringa ? p?st?j?ni fyrir internetveitu g?tu
or?i? truflanir ? p?stsamskiptum inn ? ?j?ninn. Vi? viljum bi?ja ?ig um a?
pr?fa p?stinn me? ?v? a? anna? hvort senda ??r p?st ? netf?ngin sem ?? notar
og eru hj? okkur. Einnig g?tir ?? fengi? kvartanir um a?
p?stsendingum til ??n s? hafna?.
Ef p?stur er ekki a? berast ?arf a? l?ta okkur vita
Kerfisstj?ri
Athugasemdir
þú átt að finna þetta á þér Hólmgeir......Næmnin.....
Júlíus Garðar Júlíusson, 20.2.2007 kl. 21:43
veistu það var svo skrítið Júlli að eitthvað sagði mér að ég ætti að kíkja í öll horn í pósthólfinu mínu í kvöld, fannst ég hálfpartinn líka heyra vængjaslátt bréfdúfunnar
Hólmgeir Karlsson, 20.2.2007 kl. 21:46
Snilld
Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.3.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.