Mikið að gera og lítið bloggað, en spennandi ferð framundan

Þar sem búið er að vera mikið að gera í vinnu og heima hef ég lítið bloggað, en nú er smá ævintýri framundan hjá mér í fyrramálið. 

Handbolti

Svona dags daglega eru boltaíþróttir eitthvað sem nær ekki meira til mín en Nammibarinn í Hagkaup, Séð&Heyrt eða veðurfréttirnar á Stoð2. En þegar kemur að Evrópumóti í handbolta er mér ekki lengur alveg sama. Finnst það reyndar alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt að horfa á.

Ég var svo heppinn að það er búið að bjóða mér í handboltaferð til Þrándheims til að sjá fyrstu tvo leikina sem verða leiknir þar á morgun eða annað kvöld. Gat bara ekki sleppt þessu tækifæri þó ekki sé auðvelt að hlaupa burt og skilja strákana eftir með litlum fyrirvara.

En þetta verður ekki löng ferð, því ég fer eldsnemma í fyrramálið til Reykjavíkur og þaðan áfram með Fokker beint frá Reykjavík kl 9 til Þrándheims og svo heim sömu leið á föstudag. Þannig að þetta er bara ein nótt burtu og ég kem heim aftur á föstudag um svipað leiti og ég væri að koma úr vinnunni.

Vona bara að boltastrákunum gangi vel svo þeir komist nú allavega uppí milliriðilinn, sem síðan verður augljóslega þokkalega erfiður miðað við röðun í riðlana.

Ég ætla allavega að gera mitt til að styðja þá ... Whistling Wizard Cool ....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hey hey....öfund.   Góða ferð og áfram Ísland.

Júlíus Garðar Júlíusson, 16.1.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frrrrrrrábært. Ááááááfraaaaaaaaam Íslaaaaaaaaaaand

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Heppinn þú ... ekkert eins skemmtilegt og að horfa á EM í handbolta... Aldrei orðið svo fræg að fara á leik samt... bara í TV.
Góða ferð og enn betri skemmtun.

Linda Lea Bogadóttir, 17.1.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Linda litla

Heppinn að komast á leiki. Góða skemmtun.

Áfram Ísland !

Linda litla, 17.1.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Uhu, hu u ...  .... Thetta var ekki mer ad kenna med urslitin, eg gerdi allt sem eg gat. En thetta var samt otrulega mikid skemmtilegra en ad horfa bara a sjonvarpid. Vid vinnum a laugardag og svo rullum vid Frokkunum upp, ekki spurning  .. Takk fyrir innlitid oll kæru vinir og velkominn i hopinn Valgeir og takk fyrir fallega ord. "Afsakid stafsetninguna" ville vært lettere og skrive dette pa norsk pa denne forbanna computeren som ikke forstor islandsk ... mye lettere og mere moro a snakke norsk ogsa i dag etter at nordmændene har slott danskerne, he he .... Heia norge i kveld og sa en hjemmreise i morgen

knus og kys til dere alle   ...

Hólmgeir Karlsson, 18.1.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Magna :) ... ég er viss um að þeim gengur betur á morgun. Ég er kominn heim eftir skemmtilega ferð þó hún hefði náttúrlega orðið miklu betri ef strákarnir hefðu vaknað til lífsins í leiknum  ... og gert það sem áhorfendurnir hvöttu þá til. Stemmingin í salnum var samt gríðarlega góð og mikið stuð hjá stuðningsliðinu sem vann stórsigur að eigin mati  ...

Hólmgeir Karlsson, 18.1.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk og knús á móti  ..

Hólmgeir Karlsson, 20.1.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband