Hlakka mikið til morgundagsins

Já þó það hafi verið ágætt að vera einn með sjálfum sér síðustu vikurnar þá hlakka ég mikið til morgundagsins því þá koma prinsarnir mínir heim aftur eftir sumarfríið með mömmu sinni. Við ætlum að reyna að nota tímann vel fram að skóla þó ég verði nokkuð mikið bundinn af vinnunni. Fyrir utan að byggja virkjunina ætlum við á íþróttamót á Sauðárkrók, eina eða tvær hjólhýsaútilegur og svo er stóra málið 15. ágúst því þá ætlum við að fljúga af landi brott í viku. Stefnan er sett á suður Svíþjóð, en Svíþjóð er búin að vera stór draumur hjá strákunum í langan tíma. Síðustu daga er ég búinn að fá nokkur sms þar sem verið er að spyrja, hvort við förum ekki örugglega, Pabbi hvenær förum við?, pabbi klukkan kvað?

Skaane1

Þó við ætlum ekkert að skipuleggja þessa ferð allt of mikið fór ég þó á túristabíróið í Malmö um daginn til að viða að mér efni om södra Sverige.

"Jeg tucker det vil ble muket trevligt at resa dit, njuta landskapet, og titta på kor på beite og mögligtvis også vakra flickor på landsbygderna", he he :)

Strákarnir mínir hafa aldrei til Svíþjóðar komið en hafa mikið talað um það og ástæðan er sú að í vinahópnum okkar eru hálf Sænskir krakkar þau Jakob og Sara, en Þau fara reglulega "hem til Sverige med sin mor Anna Sofie" sem einnig er góður fjölskylduvinur.

Þegar strákar koma heim verður hafist handa við að skoða kortin og bæklingana og finna okkur einhverja gististaði og bíl til að komast á milli staða. Þetta á þó að verða rólegt ferðalag þar sem dagleiðir í bíl fari ekki yfir klukkustund.

Æ ég skrifa þetta bara til að leifa mér að hlakka til eins og þeir snillingarnir mínir. Við gefum örugglega einhverjar ferðasögur af okkur á bloggið þó ekki verði annars mikið um blogg á þeim tíma.

"Lúkasar-guð-spjall" , já auðvitað var þetta algjört Lúkasar guðspjall þetta með hundinn ...

Bros á bloggið mitt, he he ...  orða þetta bara svona til öryggis til að undirstrika að þessi síða er bara mín rafræna dagbók sem öllum er heimilt að lesa, en efni hennar telst ekki opinbert og verður ekki notað gegn mér á neinn hátt samanber "Lúkasar-guð-spjall" bloggheima síðustu daga. Held svo sem að ég sé ekki í neinni sérstakri hættu þar sem ég legg ekki í vana minn að dæma eða tala illa um aðra. Ég get þó alveg sagt að ég gladdist mikið þegar ég frétti að "hundkvikindið" hann Lúkas væri fundinn og drengurinn ætti nú loks möguleika á að fá uppreisn æru eftir meiðyrði ósvífinna og að ég vil segja veruleikafirrts fólks sem hefur tekið að sér dómarahlutverk án þess svo mikið sem hafa hugmynd um hvað hefur átt sér stað. En (mitt mat og bara sagt á blogginu mínum) fólk er orðið svo sambandslaust við lífið og tilveruna, fast í sínum efnisheimi og tilbúið að stökkva á allt sem hreyfist og dæma og hakka niður. If you ask me "kertafleytingar" fyrir þetta hundkvikindi er meir en mér hefði nokkurn tíma dottið í hug að taka þátt í. Ég er dýravinur og hef alist upp með dýrum og veit að dýrin á að umgangast á þeirra forsendum, en ekki okkar mannanna.

Ég leitaði álits á þessu máli svona til gamans:

Hundfúlt

Vaskur

Alveg hundfúlt, ekkert meir um það að
segja sagði þessi vaski vinur.


HundakórVið höfum ekki lesið Lúkasarguðspjallið og ætlum því ekki að tjá okkur neitt um þetta mál. Samt bara leitt að sjá drenginn fara í hundana, við vitum svo vel hvað það er.

HundaþingHundaþing í Hundige í Danmörku komst að sameiginlegri niðurstöðu. Fólk ætti að hund-skast til að biðja drenginn fyrirgefningar. þetta er líka orðið hund leiðinlegt fyrir Lúkas að vera svona "fucking star" og hafa ekki hunds vit á málinu.

Við leggjum til skaðabætur í málinu ...  að hund-rað-kall verði lagður á hvert ljótt orð sem sagt hefur verið í málinu. Lúkas verði sendur í hundaskóla og eigandanum verði gert að halda minnst þrjá hunda næstu 5 árin.

Gott í bili og góða nótt :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk félagi, þessi segir meir en mörg orð  ...

Hólmgeir Karlsson, 26.7.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Alltaf gott að fá álit innanbúðarmanna... e.. hunda

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég hlakka eigilega bara líka til fyrir þína hönd að fá Gullin þín heim... Minn er einmitt að fara til föðurs síns í næstu viku og ég veit að ég verð mjög vængbrotinn fyrir vikið... 

Og það er svo gaman að því að hlakka til svona ferða eins og þið ætlið í ... það verður yndislegt ég veit það... Ég þurfti því miður að fresta svona ferð á mínu heimili og það var mikil sorg... (en það lagast)

Ég ætla ekki að tjá mig um Lúkasar-guð-spjallið... enda kannski best, því að ef ég leifi mér að hafa skoðun þá er hún augljós... 

Ritknús... úr Vestursíðunni... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.7.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já það er í raun ótrúlegt hvað maður getur orðið "vængbrotinn" ... og pabbar sem eru vanir að hafa englana sína flestum stundum verða það líka.
bloggritknús úr sveitinni og takk fyrir innlitið Magga :)

Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband