Skógarferð í Svarfaðardalinn

Á sunnudaginn var endaði ég í skógarferð "picknic" í yndislegum fallegum skógi í Svarfaðardal. Það var allt henni Röggu frænku að þakka, því þessi elska (rúmlega frábær frænka, bara svo þið vitið það sem lesið) hringdi í mig þegar ég var búinn að þvo og bera bón á báða bílana.

Picture 076
Ragnheiður Diljá (Ragga frænka)

Það var ekki um annað að ræða en að pússa bónið á leifturhraða, tók að vísu nærri 2 tíma og ég búinn að ná mér í fría líkamsrækt sem endist langt fram í næsta mánuð. Þetta endaði sem frábær fjölskilduferð því Ragga smalaði fleirum úr fjölskyldunni og stefndi í skóginn. Svo smurði hún nokkrarPicture 078
djúsí samlokur þessi elska sem áttu að vera handa mér og henni og Gunna bróður hennar
(í horninu á myndinni).

Samlokurnar voru hlaðnar áleggi og grænmeti og voru náttúrulega nóg fyrir heilan her.

Læt fylgja eina mynd af okkur í skóginum, en aðrir viðstaddir hótuðu mér lífláti birti ég myndir af þeim á blogginu.
Picture 082Kannski ekkert skrítið því um tíma kepptumst við bræður um að ná hræðilegustu myndunum af viðkomandi. Ég veit það verða engar birtar af mér því ég á eina óborganlega af Dúnnu mákonu og aðra ekki síðri af Randa bróðir sem ég get alltaf birt ef að mér er sótt, he he ...

Eftir skógarferðina var farið til Dalvíkur þar sem fleiri bættust í hópinn og á heimleiðinni endaði hluti hópsins í fiskisúpu á Hauganesi. Þetta var yndislegur dagur sem henni Röggu tókst að búa til úr engu.

Jæja ætla svo sem ekkert að blogga meira núna og verður eitthvað lítið næstu daga því annað kvöld er ég á leið til Danmerkur í vélakaupaleiðangur fyrir fóðurfabrikkuna. Ætla að heimsækja tvær fóðurverksmiðjur á Jótlandi í leiðinni til að reyna að snuðra uppi einhverja góða þekkingu og síðast en ekki síst ætla ég að eyða helginni í Köben áður en ég kem heim. Köben er eiginlega ein af uppáhalds uppáhalds borgunum mínum þannig að það verður góð afslöppun. Ætla að þræða uppáhalds kaffihúsin mín og drekka í mig góðar minningar frá fyrri ferðum þangað og vonandi búa til einhverja nýjar, þó ekki væri nema minningar um minningarnar

Bros í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndislegur dagur hjá ykkur. Ég öfunda þig af Köben ferðinni. Elska Köben. bara tilhugsunin við að setjast niður með rauðvínsglas á Cafe Norden og horfa á mannlífið á Strikinu er nóg til að senda sæluhroll niður eftir bakinu á mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég skal hugsa til þín Jóna ef ég sest á Cafe Norden  ... en ég er einmitt að leggja af stað í flugið núna beint frá Akureyri, þvílík sæla að komast svona beint.

Hólmgeir Karlsson, 18.7.2007 kl. 16:44

3 identicon

Ekki var nú leiðinlegt að lesa þessa færslu :)

Verð samt að fá að bæta því við að til þess að úr verði jafn frábær dagur og þessi þarf bæði hugmynd og framkvæmd og held ég að við höfum náð ansi góðri samvinnu þar kæri frændi (sbr. afar hógvært: "fiiiskiisúúúúpaaaa" hehe).

 Njóttu þín í Danmörku :)

Ragga frænka (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:50

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk frænka :) ... ja eg nyt min i Danmørku, ekki spurning. Kom fra Jotlandi i kvøld til Køben thar sem eg verd yfir helgina. Var ad koma af gitartonleikum, geggjadir, flott vedur og bara afsløppun framundan

Hólmgeir Karlsson, 20.7.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband