Kleópatra skal hún heita

Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil .....  er setning sem á vel við mig núna :) Í dag bættist nýr fjöslkyldumeðlimur á heimilið mitt. Hún, já var ekki í vafa um að "hann fjölskyldumeðlimurinn" væri hún, en það er samt svona eiginlega ákvörðunaratriði. Hún er yndislega falleg, orkumikil og óbeisluð . . .

. . . .  já og Kleópatra skal hún heita.

Af hverju Kleópatra og hver er hún?

Kleópatra í Ástríksbók"Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 fyrir Krist og þar til að hún lést árið 30 fyrir Krist. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Antoníusi. Líf og örlög Kleópötru hafa löngum heillað fólk. Ástarævintýri hennar og Markúsar Antoníusar hefur veitt bæði leikritahöfundum og kvikmyndagerðarmönnum innblástur, svo að ekki sé minnst á höfunda Ástríksbókanna" (heimild: vísindavefurinn).

Kleópatra - samtímamynd

 

Sögusögnin um fegurð Kleópötru og nef hennar, er sennilega nokkuð ýkt. Henni er svo lýst að hakan var skörp, ennið breitt og nefið framstandandi þó að það sé ekki að sjá á samtímamyndinni hér til hliðar. Hinsvegar er talið að Kleópatra hafi verið einstaklega aðlaðandi, skemmtileg og gáfuð kona. Hún var vel menntuð, talaði mörg tungumál og rödd hennar þótti töfrandi.

(heimild: vísindavefurinn).

En Kleópatra mín á ekkert skilt við þessa Kleópötru annað en fegurðina og kannski töfrandi röddina.

Hvers vegna þá nafnið Kleópatra?

Jú hún á að heita í höfuðið á henni Kleópötru Mjöll, yndislegum bloggvin sem ég eignaðist meir eða minna fyrir tilviljun stuttu eftir að ég byrjaði að blogga. Var aldrei spurning um nafnið þegar finna þurfti nafn sem sameinaði óbeislaða orku, fegurð og hrópandi löngun til að upplifa lífið án þess að þurfa að hafa ævisögu allra í bakpokanum. Svo er þetta alveg eins með hana nýju Kleópötru mína að það þarf ekkert nema smá hvatningu til að kalla fram allt það frábæra sem í henni býr.

Kynni til sögunnar hana Kleópötru mína ;)

Picture 048Hún er vissulega með drottningarnef og takið eftir augnsvipnum. Þar er að finna djúpa ævintýraþrá og appelsínugulu stóru eyrun virka tignarleg. Appelsínugult er líka einkennisliturinn hennar.

 

 ........ og svo er hún svo smart til fara, sjáiði bara tískustígvélin og leggina (sérpöntuð ... engin venjuleg)

Picture 059

 

 

 

 

 

 

Og svo er hún með appelsínugult tannhjól og keðju (líka sérpantað) því mín átti að vera alveg einstök, smart og stælleg ...Picture 055

 

Læt fylgja með nokkrar fleiri myndir sem undirstrika tignarleikann, fegurðina og ævintýraþrána sem býr í þessari elsku :) ...

..... já og umhverfisverndarsinnar það er ekkert að óttast, því við Kleópatra berum virðingu fyrir náttúrunni, ætlum bara að njóta hennar saman.

 

Picture 037

Picture 039

Picture 042  Picture 041

Picture 058  Picture 063

Fyrir þá sem kunna að rekast hér inn og lesa þetta þá skal tekið fram að þótt margir tali um "að fara á hjólin sín" þá verður það ekki þannig með hana Kleópötru.
Við munum fara saman út að leika okkur.

Nafnið er valið af virðingu fyrir og með kærleika til Kleópötru bloggvinar Cool Joyful ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað Kleópatran þín er flott!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 18:26

2 identicon

Takk fyrir góða kvöldstund. Það var gaman að sjá glampann í augunum á þér þegar þú lýstir nýja fjölskyldumeðlimnum  Innilega til hamingju, þið eigið eftir að leika mikið saman í sumar og örugglega fá fleiri memm!

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já Gurrí, hún er "óggislega" flott

... og takk sömuleiðis Ragnheiður fyrir góða stund í kvöld  .... og innlitið hér

Hólmgeir Karlsson, 6.4.2007 kl. 01:00

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Henni á ekki eftir að leiðast að eiga svona fína nöfnu.

Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 13:02

5 identicon

nei vá takk!!! ég fer bara hjá mér veit ekki alveg hvað ég á að segja...

njóttu hennar kleópötru vel!! og huxaðu vel um hana og þá er ég viss um að hún veiti þér það sem þú vilt fá frá henni ....

koss og kveðja

Kleópatra Mjöll

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:01

6 identicon

verð að kaupa mér eitthvað appelsínugult og flott... kannski kjól bara ... svona til að heiðra nafngiftina

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:02

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 Thanx!

..... appelsínugulan kjól, það væri tær snilld  Kleópatra

Hólmgeir Karlsson, 13.4.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband