Minning um góðan dreng

picture_009_0001.jpg

Vinur minn og vinnufélagi til fjölda ára, Oddur Heiðar Jónsson, verður borinn til grafar á morgun. Mig langar að minnast hans Odds hér í nokkrum orðum. Fréttin um andlát hans kom svo mikið á óvart og eins og reiðarslag þar sem Oddur var ekki nema rétt orðinn 50 ára og aldrei kennt sér meins eða kvartað yfir neinu sem lífið hafði mætt honum með.

Það var að morgni til að komið er til mín á skrifstofuna og ég spurður hvort einhver Oddur vinni í mjólkursamlaginu, en þar vann ég allt til fyrir tæpum tveimur árum síðan. Já segi ég.... Hann er víst dáinn er þá sagt, já flutningabílstjóri sem kom hér áðan sagði við stúlkurnar hérna niðri .. "mikið er gott að sjá ykkur hér því ég var á öðrum stað rétt áðan og þar greip ég í tómt þegar ég kom í afgreiðsluna þar".

Ég reyndi í fyrstu að íta þessu frá mér, þetta gæti einfaldlega ekki verið satt, þetta væri bara einhver misskilningur. Ég sá Odd fyrir mér með glettnina í augunum segja okkur eina skemmtilega sögu af Þresti í afgreiðslunni, gera svo smá grín að Billa sem var svo utanviðsig að hann fór strax að hlæja án þess að vita að hverju og leit svo stuttu seinna á Sillu og Hönnu Dögg og spurði: Hvað var hann Oddur annars að segja. Já ég gat ekki annað en upplifað í huganum þennan hóp sem Oddur var svo órjúfanlegur hluti af. Við tilhugsunina var eins og eitthvað hefði komið fyrir hópinn, ekki að einn úr honum gæti verið horfinn.

Ég ætla ekki að skrifa hér neinar hetjusögur af honum Oddi eða lista upp afrekssögu því það var ekki það sem gerði Odd að þeirri persónu og þeim vin sem hann var. Oddur var umfram allt hægur og ljúfur drengur sem gott var að umgangast og eiga að vin, sannur og trúr sínu og sínum. Odds verður minnst sem sterks persónuleika og vinar sem gaf af sér miklu meir en hann hefði nokkurn tíman trúað eða viljað viðurkenna sjálfur.

Ég bið Guð að vera með þér kæri vinur og þakka af einlægni það sem þú hefur gefið mér og kennt á lífsleiðinni. Fjölskyldu þinni, samstarfsfélögum og vinum votta ég samúð mína og ber fram þá ósk mína að sorgin verði ekki langvinn, en gleðin sem þú sjálfur skapaðir með nærveru þinni nái yfirhöndinni á ný og minning þín lifi eins og þú hefur sjálfur skapað hana með persónu þinni.

picture_007b_752854.jpg

Þinn vinur og samstarfsmaður
Hólmgeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg að lesa !

Samúðarkveðjur !

Jólakram frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:48

2 identicon

ég votta þér samúð mín kæri vinur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk og jólaknús á ykkur báðar tvær Steina og Kleó :)

Hólmgeir Karlsson, 22.12.2008 kl. 23:18

4 identicon

Falleg grein um góðan mann

Halla og Stefán

Halla Sif (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir lesturinn Halla og Stefán. Já hann Oddur var sannarlega góður drengur.
Bestu kveðjur til ykkar.

Hólmgeir Karlsson, 28.12.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband