Jólin nálgast - tónleikar og laufabrauð

Það styttist til jóla og við feðgar erum farnir að baða allt í jólaljósum úti í rökkrinu hér í sveitinni. Það er svo notalegt þegar mesta myrkrið lúrir yfir og hjálpar til við að halda skammdeginu frá hugum okkar. Í gær tókum við þátt í "stórfjölskyldu" laufabrauðsgerð, sem er ómissandi þáttur í aðdraganda jólanna. Við verðum einir um jólin og ætlum að hafa þau yndisleg eins og venjulega, stresslaus og heimakær :)

Í dag var svo stór stund hjá okkur því strákarnir voru að spila á Jólatónleikum tónlistarskólans. Í þetta sinn spiluðu þeir saman sem þeir hafa ekki gert áður á skólatónleikunum. Þeir voru alveg frábærir á tónleikunum og enginn stressaður nema pabbinn, sem um tíma átti fullt í fangi með að halda videó camerunni stöðugri ... :)  .. en deili hér með ykkur upplifun minni frá tónleikunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þeir eru svo flottir bræðurnir. Og ég skemmti mér vel yfir textanum sem þú settir yfir videóið hehe

Þetta sameiginlega áhugamál strákanna á eftir að halda bræðraböndunum sterkum um ókomin ár. Þið eruð ríkir, allir þrír.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 01:21

2 identicon

Kærar þakkir Dvergmyndir fyrir meirháttar tónlistarskemmtun. Rosalega voru þeir flottir og samstilltir og það er alltaf eins og þeir geri ekki annað en að spila uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki - Þeir koma sjá og sigra, og fara létt með það.

Hlakka til að sjá Dvergsstaði í jólaljósaljóma :)

Ragga frænka (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Jóna :) ... og þetta var ekkert grín, ég titraði svo af spennu að ég hélt um tíma að ég þyrfti að leggja frá mér cameruna  ..  Já þetta styrkir bræðraböndin ekki spurning, þó þau séu skemmtilega sterk fyrir.

Hæ Ragga frænka, já þú þarft að sjá Dvergsstaði um jólin  .. Vona þér gangi vel í prófatörninni.

Hólmgeir Karlsson, 10.12.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já þú meinar það Magna :) ... ég þarf að láta þá horfa á myndbandi sem þú varst með um daginn af snillingnum. Takk fyrir hlýju kveðjuna  ...

Hólmgeir Karlsson, 10.12.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, hvað þetta var fallegt. Hardcore rock með svona mikilli einlægni og stillingu. Ég er viss um að þeir voru báðir pollrólegir þót þú hafir gersamlega verið að tapa þér þarna.  Kannski er þetta vísir að Íslenskum Proclaimers?

Til hamingju. Þúm mátt alveg vera stoltur.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 01:14

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ætla ég að panta svona konsert um næstu Jól.  Hér er Jólakanóna Johanns Pachebel á tvo gítara.

Þeir mega byrja að æfa í Janúar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 01:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svo orgínallinn svo þeir fái ekki sjokk. Þetta er hægur og einfaldur hljómagangur og svo undur, undur fallegt

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 01:36

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið eru þeir flottir, og skemmtilegt að skjálfhentan pabba

skil vel að þú sért stoltur

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 08:49

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ takk fyrir innlitin og kveðjurnar kæru bloggvinir :) Jón, það verður byrjað að æfa í janúar ... (ekkert smá flott spil á myndbandinu sem þú vísar í).
Bestu kveðjur til ykkar

Hólmgeir Karlsson, 11.12.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir fallegt komment Elísabet  .. Notalegt að fá þig í heimsókn á bloggið

Hólmgeir Karlsson, 12.12.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband