Norðurljósin dansa í þögninni

Maður getur alveg gleymt sér í sveitasælunni í myrkrinu eins og núna þegar himinhvolfið er þakið óteljandi stjörnum og norðurljósin dansa um himininn eins og þau séu að leika sér. Maður verður bæði lítill og hljóður þegar maður horfir á þessi undur veraldar.

Untitled-1

Þetta er eitt af mörgu sem ég met svo mikils við að búa utan við borgarljósin, eins og er samt gott að heimsækja borgarsamfélagið reglulega :)

Það stendur líka til hjá mér núna, því um helgina næstu á að leggjast í víking með öllu starfsfólkinu úr fyrirtækinu og fara í borgarferð í höfuðborgina og taka jólahlaðborð og sjóið á Broadway á laugardagskvöldið. Sá hópur verður ábyggilega eins og norðurljós það kvöldið, he he .. :)

Annars er ég bara svona rétt að ná mér á strik eftir skólann, svona að byrja að átta mig á því að ég get farið að gera eitthvað annað á kvöldin en lesa :)

Untitled-2

Hér er eins og norðurljósin ætli að vefja sig utan um Kerlingarfjallið ofan við bæinn hjá mér.

Vonandi sést þetta bara á blogginu

Bros í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bíddu bíddu... ekki tókst þú þessar myndir? Ertu að fiffa í frístundum (nú hefði verið flott ef þú hétir Friðgeir) Hólmgeir?  Ótrúlegar myndir.

Knús til ykkar í sveitina og vertu velkomin í höfuðstaðinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

... hvað á ég að bíða lengi  .. jú Jóna ég tók þessar myndir úti í garðinum mínum í gærkvöldi í svarta myrkri. Akkurru á ég að heita Friðgeir, er ekki að fatta !?

Hólmgeir Karlsson, 14.11.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

''...fiffa í frístundum Friðgeir...''  Lestu þetta upphátt þá fattarðu

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 ...

Hólmgeir Karlsson, 15.11.2007 kl. 08:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég verð alltaf uppnuminn af sýn norðurljósanna og get staðið ótrúlega lengi hreyfingarlaus í frostinu og fundið sjálfan mig verða að engu. Renna saman við undrið allt. Var að reyna að finna gamalt ljóð sem ég gerði eitt sinn en man það ekki lengur né finn. Það birtist þó einhverntíma í Lesbókinni.  Endaði eitthvað á þessa leið: "Lóðrétt í áttlausu tómi; jaðegrænt hörpuspil leikur í litrófi ljóssins. Vitund og algleymi eitt."

Ég hélt að það þyrfti alveg sérstaka tækni til að ná þessu. Það var aknnski í tilfelli kvikmynda, þar sem exponeringin er svo stutt.  Ótrúlega fallegt og liturinn svo djúpur.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 08:30

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Jón. Hefði gaman af að sjá ljóðið þitt allt :)
Svona mynd nær maður ekki nema taka á tíma, sem er erfitt í kvikmyndunum. Þessar myndir er ég að taka með vélina opna í 6 - 7 sek. Þá fær ljósið tíma til að skila sér.

Hólmgeir Karlsson, 16.11.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk kærlega Magna :) .. þetta var hin besta ferð og allir skemmtu sér vel. George Mikael sjóið á Brodway var frábærlega flott og vel útfært og maturinn góður líka. Eitthvað sem hægt er að mæla með við starfsmannahópa.

Hólmgeir Karlsson, 19.11.2007 kl. 19:50

8 identicon

Fannst líka gaman að hitta þig  koss og kveðja kæri vinur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:28

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þegar ég var krakki upplifði ég svo oft norðurljósin í Víkinni minni gömlu. man eftir því þegar ég var að labba heim á kvöldin, talaði við tunglið sem var lifandi og sá þessa töfra á himninum, sem var engu lík. núna upplifi ég þetta mest í minningunni. var samt svo heppin þegar ég var síðast á íslandi , ég var að keyra hellisheiðina alein, það var dimmt, kallt og bíllinn vildi ekki hitna almennilega. enda bara með varabílinn hans pabba. þá sá ég norðurljósin yfir hveragerði. ég stoppaði í langan tíma og naut fegurðarinnar, á þess að finna fyrir kulda.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband