24 stundir .. r u kidding !?

Ætlaði ekkert að blogga núna, enda enginn tími, en VÁ ég gat ekki stillt mig um smá bloggrispu. blaðinu hefur verið breytt í 24 stundir ...

24 stundir

 

Ég hélt fyrst þegar ég sá þessa forsíðu á netinu að þetta væri einhver nýr kálfur eða auglýsinga pési inní í blaðinu, enda bara í Hagkaupslitunum ..

En ég fann ekki Blaðið,.... og viti menn það datt næstum af mér andlitið þegar ég sá að þetta var "rebranding" á Blaðinu, sem á örugglega að vera stórt markaðstrikk ...

Blaðið

 

Þið verðið að fyrirgefa, en sem markaðsmanni finnst mér þetta ekki bara fyndið, mér finnst þetta eiginlega bara miklu meira grátlegt eða sorglegt.

blaðið er orðið þekkt, sterkt vörumerki og hönnun þess og litaval ber með sér áreiðanleika og gerir blaðið að trúverðugum en um leið skemmtilegum miðli.

This is what I call deliberate wast of marketing money, doing nothing but silly things

og það í appelsínugulu. Hver haldið þið að taki mark á appelsínugulum fréttum, þetta er bara yndislegt og ég segi ekki meir.

Vinum mínum á blaðinu sendi ég samúðarkveðjur og vona bara að þetta sé svona stundaræði eins og hjá AT&T fjærskiptafyrirtækinu stóra sem mætti ákveðnum mótbyr og tók þá upp annað merki við samruna, en fór við það að hrapa af stjörnuhimninum og gerði þá tilraun til að snúa til baka í AT&T en sennilega of seint.

En þetta er kannski bara eitthvert tískufyrirbrigði núna: N4, N1, A4, 24 stundir

Smáaletrið: Það skal tekið fram að þetta eru mínar persónulegu skoðanir sem ritaðar eru á mitt persónulega blogg sem ekki er markaðssett til þess að hafa áhrif á skoðanir annarra. Öllum er þó frjálst að lesa þetta og skilja eftir viðbrögð sín hér á blogginu mínu, he, he eða he he he .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já.. skil hvað þú ert að fara með að gamla lukkið hafi verið orðið þekkt en mér finnst þetta nú samt soldið ferskt.

Hvernig gengur annars lífið og tilveran?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru þetta ekki bara réttu umbúðirnar utan um slandrið, sem mér sýnist skúbbin þeirra innibera. Svona The Sun eða álíka.  Kæmi mér ekki á óvart að sjá geimverufréttir á forsíðu þessa snepils. Fréttir eins og: "Geir Haarde einræktapur af Illuminati."  "Er Esjan geimfar?"  "Villi Vill útskrifaðist úr trúðaskóla" 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Lífið gengur bara vel Jóna þó ég sjáist ekkert á bloggrúntinum. Skólatörnin tekur á en er skemmtileg eins og áður. Annað er í venjubundnum farvegi :)

Kann að vera Jón að þetta séu réttu umbúðirnar ...  en ég gat nú ekki annað en brosað á vinnustaðnum í dag þegar ég heyrði fólk vera að tala um að Blaðið hefði ekkert komið ...  já og svo er víst komið enn eitt fríblaðið ,. .ljóta fótið dæsti annar... fór beint í körfuna.

Fríblöðin koma ekki til mín í sveitasæluna þó þau séu "borin út um allt land eins og það heitir í auglýsingunum", og því gríp ég sjálfur oft blaðið með mér á bensínstöðinni á leiðinni heim, finnst ágætt að fletta því yfir kaffibolla þegar heim er komið. En nú brá svo við þegar ég kom á bensínstöðina að bensínmaðurinn minn sagði að nú hefði blaðið bara ekki komið .... yfir öxlina á honum sá ég stóran bunka af 24-stundum liggja óhreifðan á gólfinu...  eN

Hólmgeir Karlsson, 10.10.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

(var ekki búinn, kerfið tók bara völdin og vistaði ...)

framh.  eN spurði ég N1 manninn, hvað er þetta þarna 24 á gólfinu. Æ þetta er eitthvað nýtt sem kom, er bara ekki búinn að skoða það.

Ég brosti innra með mér og tók bara Fréttablaðið með mér í staðin, sem ég nenni þó yfirleitt ekki að lesa því þar þarf maður að fletta svo ótrúlega mörgum síðum til að finna eitthvað sem hugurinn getur fest sig við.

Hólmgeir Karlsson, 10.10.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm einkennilega að þessu staðið.  Rétt eins og menn vildu leyna umbreytingunni, sem er ómögulegt að skilja. Var þetta slæmt PR eða sýnir þetta vald fjölmiðla að geta þagað um slíkt í einum kór, enda nánast einn eigandi á öllum.   Ég er annars löngu hættur að lesa þessi róg og hagsmunarit elítunnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 02:27

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður vitnisburður um gæði blaðamennskunnar og þessa snepils er fyrirsögn dagsins:  "Skammtaði sjálfum sér 106 milljónir."

Need I say more?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 22:30

7 identicon

Sæll Hólmgeir

Fólk er fífl, manstu ?

Sakna þess að heyra í þér..... í þá gömlu góðu ..!

Auður Húnfjörð (augl.salan ... manstu...)

audur (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 03:06

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Auður og takk sömuleiðis :) og gaman að þú skildir rekast hér inn.

Hvar ert þú núna í veröldinni ??

Hólmgeir Karlsson, 14.10.2007 kl. 10:37

9 identicon

Sæll aftur

ég er að vinna hjá Smáralind ehf þessa stundina, ert þú ekki hættur í markaðsmálunum ? eða fékk ég rangar upplysingar ?

 gaman að lesa þig...;)

heyrumst síðar

auður 

audur (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ.. i takk ... Auður ;)
Jú ég er hættur í markaðsmálunum, hætti um áramót þegar Norðurmjólk sameinaðist MS. Er núna kominn í nýtt og spennandi starf sem framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri, sem framleiðir og selur dýrafóður.
Vonandi heyrumst við ...

Hólmgeir Karlsson, 7.11.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband