Nýtt Líf í hænsnakofanum

Það var heldur óvænt gleði þegar komið var við til að gefa hænunum í morgun áður en haldið var í skólann og vinnuna.

Picture 001

Haninn var óvenju tignarlegur þar sem hann spígsporaði hljóður um kofann eins og hann væri að undirbúa stóru ræðuna í stað þess að standa á öndinni og gala eins og hans er von og vísa.

Í varpkassanum lá frúin hans og leit út eins og hún hefði ákveðið að fara ekkert framúr þann daginn.

Picture 003

 

 

 

 

Þar sem mikil ró var yfir öllu mátti allt í einu heyra lítil tíst, JEBB viti menn undir vængjunum faldi hún 4 litla unga. Kellu hafði sem sagt tekist að liggja nógu lengi á eggjunum sínum, en uppá því tók hún meðan við vorum í Svíþjóðarferðinni og enginn til að tína eggin ...

Þegar heim kom í dag var svo ráðist í að reyna að hjálpa henni svo henni takist nú að koma þeim á legg. Vatni í dósarloki og smávegis af ungamat var komið fyrir hjá henni í varpkassanum og reynt var að telja í hana kjarkinn um að hún gæti þetta alveg þó hún hefði aldrei átt neina mömmu né pabba sjálf, aðeins litlar hendur sem kjössuðu hana og létu vatnsdropa leka á nebbann á henni þar til hún lærði að drekka. Hún var nefnilega fædd í útungunarvél alveg eins og haninn hennar ektemann.

Þar sem ekki var hægt að taka mynd af litlu krílunum nú fann ég fram nokkrar myndir frá því fyrir tveimur árum þegar hænsnabændurnir voru að hefja sinn búskap og fengu nokkra sólarhringsgamla unga afhenta í skókassa til umönnunar.

 

IMG_2543_3_1

IMG_2545_5_1Með daglegri ummönnun voru þeir fljótir að komast á legg, en þar sem engin hlý mamma var á staðnum bjuggu þeir fyrstu dagana í kassa á miðstöðinni og fengu þar að auki hitaflösku til að hjúfra sig að.

 

 

IMG_2556_12_1

Þegar þeir stækkuðu fengu þeir veglegra pappahús, eiginlega hálfgerða höll.IMG_2535_2_3_1

 

 

 

 

 

IMG_2536_3_3_1

IMG_2538_1_1

 

 

Seinna urðu þeir að viðfangsefni mikilla ritgerðasmíða fyrir skólann sem var til þess að nokkrir þeirra fóru í heimsókn í skólann einn morguninn.

 

 

IMG_2609_7_1IMG_2607_5_1

Á leið í skólann ....

 

Nú er bara að vita hvort hænumömmu og hænupabba takist að koma sínum ungum á legg með þetta foreldralausa uppeldi að baki.

Víð feðgar bíðum spenntir, en um leið ofurlítið nervusir yfir því hvort búið sé að rugla náttúruna of mikið eða hvort þetta sé allt til á teipi í "djúpinu" hjá hænumömmu og hænupabba.

Bros í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ og takk Magna :) .... jú þetta er náttúrulega "Mjólk er góð" húfa sem pabbinn var að dreifa útum holt og hæðir á þeim tíma  ...

Hólmgeir Karlsson, 26.9.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er svo gaman að fá að upplifa að sjá ungviði fæðast og komast á legg. Eiginlega nauðsynlegt fyrir hvert barn að upplifa dýrin á þennan hátt. Ég held að þetta sé allt til á teipi Hólmgeir. Er ekki náttúran alltaf svo sterk í bæði mönnum og dýrum. Frumþarfirnar og foreldrahlutverkið. Svona í flestum tilfellum held ég.

Til hamingju með nýju fjölskyldumeðlimina

Jóna Á. Gísladóttir, 27.9.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já mikið rétt Jóna og takk fyrir kveðjuna. Þetta er svo góð upplifun til að skilja samhengið í náttúrunni. Það er alltaf eitthvað sérstakt við að sjá líf kvikna.

Hólmgeir Karlsson, 27.9.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband