Víðtæk þekking starfsfólks er undirstaða framfara

Ég leyfi mér stundum að segja að öll heimsins tækni og framfarir séu lítils virði ef fyrirtæki ná ekki að halda hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki í sínum röðum sem er fært um að nýta tækifærin sem gefast til að skapa fyrirtækinu sérstöðu og samkeppnisforskot. Endurmenntun starfsfólks er því gríðarlega mikilvæg eigi fyrirtæki að ná árangri í hröðum breytingum markaðarins og samkeppnisumhverfi.

Ég er svo lánsamur að fá að leiða hóp af áhugasömu fólki hjá Bústólpa sem vinnur eins og það eigi hverja taug í fyrirtækinu og tekur með þakklæti á móti tækifærum til að auka við þekkingu sína. Þótt Þessi vinnuvika sem nú er á enda hafi verið krefjandi og löng hefur hún verið mjög gefandi. Ástæðan er sú að við vinnum nú að allsherjar úttekt á vinnsluferlum og tækni verksmiðjunnar með það að leiðarljósi að bæta gæði og afköst vinnslunnar.

Picture 003Sem lið í þessu hef ég skipulagt röð námskeiða fyrir starfsfólkið í öllu er lýtur að tækni og aðferðum við framleiðsluna. Alla vikuna hefur fólkið haft sérfræðing í verksmiðjunni til að leiðbeina um vélbúnað og tæknilausnir og í dag var svo sest á skólabekk þar sem farið var yfir það helsta skref fyrir skref.

Það sem gladdi mig mest við þessa vinnu var áhuginn og þakklætið sem starfsfólk sýndi þessu framtaki, sjá nánar hér: (www.bustolpi.is). Picture 013

Hæft starfsfólk er mesta auðlind hvers fyrirtækis því þar býr öll skapandi hugsun, þekkingin til að framkvæma hlutina, og þegar mest á reynir það eina sem getur skilið eitt fyrirtæki frá öðru í samkeppninni.

Margir vilja kannski segja að tæknistig, stærðar hagkvæmni og viðskiptavild vegi þar þyngra. Allt eru þetta mikilvægir þættir í samspili þess stóra klukkuverks sem eitt fyrirtæki er rétt eins og markaðssetnig og ímynd fyrirtækja geta skipt sköpum um velgengni.

Mergurinn málsins er þó alltaf sá að það er starfsfólkið sem á endanum vegur þyngst því það er jú þess að velja og nýta tæknina, framleiða og markaðssetja vöruna eða þjónustuna og koma rétt fram við viðskiptavininn.

Fer þreyttur og glaður að sofa og sendi bros og kveðju til bloggvina :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ofsalega er þetta vel orðaður pistill hjá þér Hólmgeir. Ég vildi óska þess að allir stjórnendur gerðu sér eins vel grein fyrir því sem þú ert að tala um.

..og þegar mest á reynir það eina sem getur skilið eitt fyrirtæki frá öðru í samkeppninni..... SNILLD.

Ég þakka kærlega fyrir ofboðslega fallegt komment mín megin. Ég er svo montin að ég er að springa. Bið að heilsa strákunum þínum.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.9.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ takk Jóna fyrir orðin þín og kveðjuna :) mér hlýnaði og brosti ósjálfrátt við að lesa þetta  ...

p.s. þú mátt vera montin því þú ert sannkallaður rithöfundur
Næsta skref hjá þér er bara 200 síðana með harðri kápu, útgáfuteiti og áritanir

Hólmgeir Karlsson, 23.9.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég efaðist alldrei um getu þína sem stjórnanda .. og þetta sýnir það sem umm munar. 

Þú stendur þig vel bæði í vinnu og einklífi (sem faðir, þekki ekki hitt.. :oS) haltu þessu áfram... :)

keðja úr Vesturíðunni... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.9.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

úppppsss... Vestursíðunni...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.9.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband