Nauðgaralyfið enn í umferð ....

Get ekki látið hjá líða að verða við beiðni Heiðu bloggvinkonu og geri hér mitt til að benda á þann ófögnuð sem fylgir því að þetta lyf skuli vera í umferð. Varðandi lyfið sjálft og umfjöllun um það vísa ég í bloggið hennar Heiðu, sjá hér ...

Picture 076En það er annars ótrúlegt hvað menn í þessum annarlegu hugleiðingum geta látið sér detta í hug og það sem verra er þá er að finna í öllum stéttum og þjóðfélagsstigum. Ég var á ferðalagi í Svíþjóð síðustu vikuna og þar virtist vera nóg af slíkum ófögnuði eins og við höfum lesið um hér heima á Íslandi.

Þar prýddi forsíðu eins af "DV" legu blöðunum þessi fyrirsögn "TV-Läkarens patient .... Jeg var för drogad för att skrika" ...

Hvort blaðið var að segja satt eða hvort þetta var soralegt sölutrikk eins og við þekkjum svo vel frá okkar Íslenska DV meðan það var uppá sitt besta veit ég ekki, en skelfilegt er allavega hvernig hluti samfélagsins er búinn að tína því sem vert er að lifa fyrir.

Styðjum Heiðu í baráttu hennar fyrir betri heim ....

 

P.s. kæru bloggvinir, takk fyrir "hjartnæmInLove" komment" meðan ég var víðsfjarri bloggheimum, en alla vikuna var ég fjarri tölvum og allri slíkri tækni. Var yndisleg ferð sem ég á kannski eftir að blogga um .... en ég er sem sagt kominn heim heill og glaður .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

TAKK!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

það ert þú sem átt þakkir skilið Heiða :)

Hólmgeir Karlsson, 23.8.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Velkominn heim Hólmgeir minn. Við bíðum spennt eftir sögum af ferðinni

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Jóna,.... sagan kemur örugglega ... þegar ég verð búinn að vinna upp "blogglestrarmissinn", he he .. verð að viðurkenna að ég var farinn að sakna góðu bloggvinanna þó það væri gott að hvíla bæði sjálfan sig og strákana frá tölvuheimum  ...

Hólmgeir Karlsson, 23.8.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband