Afkomuviðvörun frá Stóra kletts virkjun

Aðstandendur Stóra kletts virkjunar hafa ákveðið að gefa út afkomuviðvörun þar sem framkvæmdum miðar ekki fullkomlega samkvæmt áætlun. Jarðvegsframkvæmdir hafa reynst mun umfangsmeiri en í fyrstu var talið sökum þess að rjúfa þarf hörð berglög til að koma fyrir burðarvirki stíflunnar. Hér er þó ekki um óyfirstíganlega hluti að ræða og ekki talið hafa áhrif á gengisþróunina sem er í fullu samræmi við spár framkvæmdaaðilanna hér fyrir skemmstu, en þeir eru taldir hafa fyrst komið fram með raunhæfa spádóma um gengisfall krónunnar og titring á mörkuðum (sjá hér).

Picture 013

Rafhönnun virkjunarinnar stendur nú sem hæst meðan tafir eru á framkvæmdum við stíflugarðinn.

Rafallinn er kominn í hús en smíði vatnstúrbínunnar er í undirbúningi.
Rafallinn er framleiddur af Mitsubishi verksmiðjunum, nánar tiltekið altenator úr 1991 módel af Subaru Justy. 

Þá hefur einn ágætur starfsmaður N1's á Akureyri tekið að sér að úvega hentugan Amper mæli (straummæli) svo hægt sé að fylgjast með aflframleiðslu virkjunarinnar.

 

Það eina sem hönnuðir eiga eftir að leysa er að ná réttum snúningshraða á rafalinn frá vatnstúrbínunni. Ljóst er að rafallinn þarf að snúast nokkru hraðar en snúninginn sem hægt verður að ná vatnstúrbínunni á með vatnsaflinu.

Picture 016

Teórían er þó orðin klár hjá hönnuðunum, því þetta er jú allt þekkt frá reiðhjólunum. Þetta er bara spurning um að finna réttar stærðir á reimskífur til að hlutirnir gangi upp.

Þar sem útreikningarnir vefjast aðeins fyrir hafa hönnuðir ekki ákveðið að fullu hvort einu reiðhjólanna verði slátrað í tilraunaskini eða hvort tilraunirnar verði gerðar á virkjunarstað.

Hönnun virkjunarinnar hefur þegar vakið nokkra athygli því starfsmaður rafvélaverkstæðis á Akureyri hefur gefið nokkur góð ráð og hefur óskað eftir að fá að fylgjast með framkvæmdum. Hann hefur m.a. tjáð hönnuðum að nauðsynlegt sé að ná 2000 rpm hraða á rafalinn til að hann vinni nógu létt fyrir vatnið. Náist þetta ekki hefur hann boðist til að breyta innbyggðri spennujöfnun rafalsins þannig að ná megi fullu afli við lægri snúning.

Fréttir verða fluttar af framkvæmdum jafnóðum og mikilvægum áföngum er náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hver er svo hinn stolti tækniteiknari?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:18

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Jóna :) teikningin er samvinnuverkefni þriggja feðga, en ég hugsa nú að pabbinn sé sá hefur fundið mesta stoltið í brjósti við tæknihönnunina, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 5.8.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband