Að efast um eigin getu eða fela hæfileika!?

Ég fór að velta því fyrir mér í kvöld af hverju svo margir efast um eigið ágæti og fela jafnvel suma af sínum mestu hæfileikum af ótta við að þeir passi ekki þeirri sjálfsmynd sem viðkomandi er að reyna að draga upp af sjálfum sér til að falla sem best inní einhverja "mynd" eða til að "ganga í augun á einhverri/einhverjum". Sjálfur er ég sannfærður um að við erum best þegar við "erum við sjálf" og geyslum okkar orku og hæfileikum sem veita okkur mesta vellíðan og ró fyrir okkur sjálf.

Málið er að ég er nebblega samt svona "efari" líka ,...... and taka a note now my best bloggerfriends :)

Hver þekkir ekki að t.d. "framkvæmdastjóri" (eins og ég) á að uppfylla ákveðin skilyrði,.. svona bíl, svona föt, svona háttalag o.s.frv. Þetta passar mér ekkert voðalega vel því það að vera í forsvari er allt annað fyrir mér, það snýst um að leiða saman gott fólk til góðra verka, hvetja, nýta þekkingu, skapa, frjó hugsun, beita sanngirni og náungakærleik (þó ekki á skítseiðin sem eru líka í business ... he, he). Búningarnir eru oft skel, vörn sem virka fínt í fyrstu en koma samt alltaf upp um innihaldið fyrr eða síðar ef það er ekki það sem vænst er ...

En nú að efninu .... ég þori alveg að viðurkenna fyrir hverjum sem er að ég hef gaman af hinu og þessu, einsog "húsmóðurhlutverkinu" eða að ærslast á hjólinu mínu, eða stjana við dekurrófurnar bílana mína, en þegar kemur að andlegum málum og kærleika þá er maður kannski ekkert að flagga því meir en maður þarf...

Þannig var að í kvöld er ég búinn að eyða drjúgum tíma í draumabloggið mitt við að ráða drauma og leiðbeina öðrum. Einhverra hluta vegna stofnaði ég þetta blogg draumar.blog.is nafnlaust og hef verið að fikta við það reglulega síðan. En af hverju nafnlaust, jú ég verð að viðurkenna að ég hélt að með því móti væri það trúverðugra, því það passaði kannski ekki þeirri mynd (ímynd) sem fólk hefði fengið af mér ....  svona er maður nú skrítinn, he he ... (eða hvað finnst ykkur???)

Innst inni veit ég vel að ég hef fengið ákveðna gjöf gagnvart andlegum málum og þar eru draumar innifaldir. Ég efast ekkert um það sem ég hef verið að gera undir dulnefni því leiðsögnin sem ég fæ við þá iðju er mjög skýr....  en ég hef efast um að "ég" með nafni geti gert þetta, HUMM

Ástæða þess að ég ákvað að skrifa þetta er annar af draumunum sem ég var að ráða í kvöld með kertaljósið á lyklaborðinu (sjá hér)....   Það er stundum svo auðvelt að ráðleggja öðrum og leiðbeina en gleyma sjálfum sér á meðan.. he he ...

Bros og knús til bloggvina :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sniðugur ertu. Ekki spurning hvert ég sný mér næst þegar mig dreymir eitthvað sem situr í mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ þú ert algjör "Dúlla" Jóna ....

Hólmgeir Karlsson, 2.8.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

kæri félagi... Ég hef alltaf vitað að þú hefðir þessa hæfileika... á einhvern hátt hefur það nú samt skinið í gegnum skrif þín... og ég vil segja það hátt og skýrt... ÞAÐ ER KOSTUR AÐ VERA FORSTJÓRI MEÐ ÞÍNA HÆFILEIKA... ekki og alls ekki loka það inni... En við sem höfum svona hæfileika  að geyma þurfum að velja og hafna hvenær við hleipum að okkur,  það lærist.  Ég er líka skrítin skrúfa... elska mótorhjól og adrenalínspennu, ég kann að skipta um olíju á bílum og hjólum, ég dýrka náttúruna og hef verið kölluð norn, ég elska að vera kvennlega með langar neglur og fín, ég mikll mamma, húsmóðir  og andlegu málefnin erum mér mikils virði. Ekki fell ég inní í einhverja sérstaklega ýmind. og ég vil það ekki því þá væri ég ekki ég sjálf... hehehee... stundum nefni ég mig sem heima kærann villing.

Sú ýmind sem þú  heldur að þú eigir að uppfilla er ekki til nema í hausnum á þér...

Hugsaðu þá ýmind bara öðruvísi... Þakkaðu fyrir það sem þú átt í dag og þá verður það þannig...hehehhe... "The secret" 

Kæri vinur... Hleyptu því út sem þú villt hleypa út... þú verður ALLS ekki verri forstjóri  fyrir vikið .... ef eitthvað þá BETRI... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.8.2007 kl. 10:25

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hólmgeir. ég er alveg miður mín. Ég var að renna í gegnum bloggið mitt áðan því ég er að leita að netfangi sem var sett í komment hjá mér um daginn. Og þá rekst ég á komment frá þér sem fór gjörsamlega fram hjá mér. Kommentið þar sem þú talar um bróðir þinn og öskuna. Ég hefði aldrei látið þessu ósvarað ef ég hefði séð þetta. langar bara að segja takk fyrir að deila þessu með okkur. og þú sýndir mér fram á að það skiptir raunverulega máli, ekki síst fyrir þá sem eftir lifa, hvernig hlutirnir fara fram eftir að við erum öll. Takk fyrir komment þó seint sé. Ég samhryggist þér vegna bróður þíns. Sjálf hef ég misst systkini þó á annan hátt sé. Knús til þín og strákann.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 23:02

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

I know Magga :)  þetta er allt spurning um hugarfar. Það er samt svo skrýtið að fólk vill helst að viðkomandi sé svona smá "sígaunakelling" til að mark sé takandi á draumráðningum eða spádómum. Þetta er því ekki bara það sem manni sjálfum finnst.

Hæ Jóna, engin ástæða til að vera miður sín. Í mínu tilviki er orðið nokkuð langt um liðið og það sem var mjög sárt og átakanlegt er orðið að fallegri minningu um góðan dreng þar sem hans nánustu fengu að kveðja á þann hátt sem hann hafði óskað sér. Það er mergurinn málsins, því er ekkert réttara í þessum málum en það sem hverjum finnst rétt á hverjum tíma. Við eigum því að vera opin og sýna slíkum athöfnum auðmýkt hvaða leið sem er valin.

Bros og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 2.8.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband