Yfirlýsingaglaður Steingrímur

Það var um margt merkilegt að fylgjast með Kastljósþættinum í kvöld því ekki skorti á yfirlýsingar foringjanna um afhroð Framsóknarflokksins í kosningunum. Steingrímur fór þar fremstur í flokki, enda tókst honum með einhverjum hætti að hafa orðið mestallan þáttinn.

Ekki verður dregið í efa að Framsóknarflokkurinn kemur mjög illa út úr kosningunum á landsvísu, en það á þó ekki við um öll kjördæmin. Þannig er flokkurinn mjög sterkur í Norðurlandi Eystra og er þar til muna öflugri en VG í kjördæmi formannsins (Steingríms). Þá er flokkurinn einnig að koma ágætlega út í Suðurkjördæmi og einnig í Norðurlandi Vestra þó hann dali þar nokkuð, enda Kristinn H. Gunnarsson hlaupinn yfir til Frjálslyndra. Það sem skýtur nokkuð skökku við í yfirlýsingum Steingríms og skýringum er þegar hann segir að landsbyggðin hafi snúið baki við flokknum vegna stóriðjustefnunnar og nefndi hann þá sérstaklega sitt kjördæmi. Málið er nú raunar allt annað, því megnið af landsbyggðinni er að bakka flokkinn upp.

Flokkurinn er hinsvegar að þurrkast út á höfuðborgarsvæðinu sem hlýtur að vera stóra áhyggjuefni flokksins. Þá kemur flokkurinn slaklega út í Suðvestur kjördæmi, en þar er VG ekki að fá neinn stóran stuðning heldur. Það sem er að gerast í því kjördæmi er að mínu mati fyrst og fremst að kjósendur bakka stjórnina uppi með miklum stuðningi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og er þar Sjálfstæðisflokkurinn með sína glæsilegustu niðurstöðu.

Hverjar helstu ástæður fyrir fylgistapi Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu eru ætla ég ekki að dæma um en tel að margt komi þar til. Nefni hér nokkur atriði sem ég tel veigamikil:

  • Baráttan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tveggja flokka, snúist um Sjálfstæðisflokk eða Samfylkingu. VG er þó að ná góðu flugi einnig og þá sérstaklega í Reykjavín norður, sem fyrst og fremst má þakka Katrínu Jakobsdóttur, heillandi og öflugum frambjóðenda flokksins.
  • Flokkurinn hefur ekki náð að halda ímynd sinni í borgarsamfélaginu og þá sérstaklega meðal unga fólksins. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér hefur flokkurinn því miður á því svæði fengið á sig gamaldags og svolítið hallærislega mynd.
  • Ekki er hægt að sleppa atriði, sem ég persónulega sem markaðsmaður, tel eina stærstu ástæðuna, en er einsog ekki hafi mátt nefna. Það er langvarandi niðurlæging Spaugstofunnar á flokknum og persónugervingu fyrrverandi formanns sem eins konar "undirgefins aula" í öllu samstarfi við sjálfstæðisflokkinn. Af hendi Spaugstofumanna hefur þetta verið útfært eins og besta auglýsingarherferð, þó ég telji nú að engar slæmar hvatir eða ætlun hafi legið þar að baki. Þetta bara byrjaði og var ótrúlega fyndið, en ágerðist svo smátt og smátt.

Margt fleira mætti telja til, en þar sem ég veit að enginn nennir að lesa svona langa bloggfærslu þá læt ég staðar numið hér.

Undirritaður styður Framsóknarflokkinn í höfuðvígi hans, Norðurlandi Eystra.

Bros í bloggheima Smile ...


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Má líka benda á - sem hugsanlega skýringu á gengileysi Framsóknar í Rvík - að mörgum þykir flokkurinn hafa fengið mun betra sæti við kjötkatla borgarstjórnar en hann vann fyrir í kosningum. Valdahlutfall Framsóknarflokksins í Rvík er með ólíkindum stórt miðað við kjörfylgið. Þetta held ég að pirri marga kjósendur þar syðra.

Valdimar Gunnarsson, 14.5.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Get tekið undir þetta Valdimar. Að veita flokki meira vægi og vald en kjósendur hafa gefið með atkvæðum sínum getur verið mjög tvíbent og virkað neikvætt fyrir flokkinn. Hollara getur verið að stokka spilin og leggja áherslu á að ávinna sér traust kjósenda á ný fyrir næstu atlögu.

Mörg dæmi eru um að flokkar hafi beytt "oddastöðu" til að sækja sér aukið vald en slíkt dugir sjaldan nema til skamms tíma. Frægt er hverning Karl I. Hagen í norska framfaraflokknum (Framskridspartiet) lék það hlutverk í botn meðan hann komst upp með það. Framsóknarflokkurinn er e.t.v. í lykilstöðu nú fyrir slíkar leiklistir, en ég vona svo sannarlega að hann fari vel með þá stöðu.

Hólmgeir Karlsson, 14.5.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er svakalega lítill hluti að heilanum á mér sem ég næ að nota í að hugsa um pólitík. Það eina sem ég veit er að ég fer að gráta ef stjórnin heldur. Annað er ég of pólitískt-þreytt til að gera.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband