Börnin, hlutverk og góðar minningar

Hvað er mikilvægara í lífinu en finna að maður hafi hlutverk, skipti máli, kunni eitthvað og geti áorkað einhverju. Öll þekkjum við hvað þetta skiptir miklu máli fyrir líðan okkar og sjálfsmat hverju sinni. En hvernig er þetta með börnin okkar, er þetta eitthvað frábrugðið hjá þeim. Nei síður en svo.

Börnum er mikilvægt að fá að axla hæfilega ábyrgð, fá að finna að þau séu einhvers metin og að þau geti unnið sigra eins og við fullorðna fólkið. Allt þarf þetta þó að gerast innan þess ramma að börnin fái að vera börn, hafi frelsi til að framkvæma hlutina eins og börn, og verkefnin einkennist af spennu og gleði. Aga, já það þarf aga líka og börn vilja aga sem um leið veitir öryggi og vellíðan. En agi er á hinn bóginn afstætt hugtak og er nánast óþarfur ef verkefnin eru góð og uppbyggjandi, því þá innibera þau þann aga sem við þurfum að meðtaka og læra.

107-0784_IMG_14Ákvað að rifja upp hérna á blogginu mínu litla sögu af okkur feðgum frá því þeir voru 4 og 6 ára. Það var sumarið sem við vorum fyrst einir í sveitinni okkar, eftir að mamman í fjölskyldunni hvarf á braut á vit nýrra ævintýra.

Þetta var ekkert auðvelt fyrir unga drengi frekar en pabbann í fyrstu. En eins og oft hefur verið sagt "þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar"...

Þetta sumar var því mikilvægt að hafa eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni. Hugmyndin fæddist eitt kvöldið þegar litlu englarnir voru ný sofnaðir,.. það var tilvallið að byggja hús. Og það stóð ekki á áhuganum því morguninn eftir var farið að teikna á eldhúsborðinu. Með samblandi af teikningum drengjanna og einhverjum pælingum pabbans um útfærslur og efnisval var hafist handa. Sumarfríið var líka framundan og ekkert að vandbúnaði að fara í byggingarvöruverslunina að viða að sér efni.

Ástæðan fyrir því að mér datt í hug að fara að skrifa um þetta nú var sú að í kvöld eftir heimanám og kvöldmat kom sá yngri til mín og spurði: "pabbi eigum við ekki að skoða myndirnar frá því að við byggðum húsið, það var svo gaman".

Húsbyggingin stóð að mig minnir í 3 til 4 vikur samfleitt, þar sem vaknað var snemma á morgnanna og farið út að vinna eftir morgunmatinn í nokkra klukkutíma á dag. Maður lærði að mæla, saga, negla og nota fullorðins rafmagnsverkfæri eins og borvélina og ....

"hættulegu" sögina hand pabba sem þurfti eyrnarhlífar á þegar hún fór í gang.

 

 

 

 

Byrjað var á undirstöðunum eftir að búið var að velja húsinu stað í skjóli trjánna í garðinum.

107-0755_IMG_1

  

  

 ...... og það þurfti að pússa og pússa og pússa þar til allt var mjúkt eins og silki.107-0757_IMG_2

 

 

Síðan kom að því að reisa grindina og þá þurftia að beita kröftum 107-0759_IMG_3og lægni, þó aðallega lægni.

 

  107-0766_IMG_5

 

   
Hii,...  og það tók ekki nema dagpart að fá próf á nýju fínu borvélina hans pabba og hallamálið var komið í fulla notkun á örskotsstundu. Líka eins gott að húsið sé ekki allt skakkt.

   
Svo þurfti líka að taka kaffihlé á byggingarstað til að missa sem minnst af tíma við slíkt. Og hvar hefði annars verið betra að setjast niður á slíkum degi.

  
Og gólfið negldum við allt saman sjálfir eftir að hafa æft okkur á nokkrum gömlum spítum.

 

Pabbinn var settur í að smíða gluggana með góðri hjálp og eftirliti.


 .... já og þetta leit bara nokkuð vel út.

   
Næst var að setja gluggana í og að sjálfsögðu máta þá og njóta útsýnisins.

 

 

 

Garðurinn hafði aldrei verið svona stór og
víðáttumikill yfir að líta og nú.

 

 Og smátt og smátt tók húsið á sig mynd

   

 

 

og betra og betra varð að fá sér hverja hressinguna eftir vel unnið verk..

 

 

 

 

 

... og ég tala nú ekki um hvað það var mikil hátíðarstund þegar hægt var að drekka inni, þó þakið vantaði. En hvað gerði það þegar sólin var svo vinsamleg að skína allan þennan tíma á okkur.

 

En þakið kom svo líka þegar búið var að útvega hárrautt bárujárnið á húsið.

 

 

Þá var bara að gera heimilislegt og potta blómin áður en fyrstu gestirnir kæmu.

Það stóð heldur ekki á því, það komu gestir í húsið og oft hefur verið kátt á hjalla í þessu litla húsi sem hefur áræðanlega sína eigin litlu sál eftir allt það sem lagt var í það af atorku, gleði og væntingum.

Húsið okkar hefur líka hlutverk allt árið, því á jólunum skartar það sínu fegursta og er við hæfi að enda þessa frásögn með jólastemmingunni sem húsið veitir stoltum eigendunum.

IMG_2712

   IMG_2715


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Dásamlegt, þetta er lífið. Takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn.

Júlíus Garðar Júlíusson, 7.3.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

takk Júlli, já þetta er lífið og það flýgur áfram. En engin stund er of ómerkileg til að njóta hennar ef maður getur. Liðin tími sem ekki skapaði minningu er sannarlega liðinn en góð minning getur orðið tímalaus uppspretta nýrra góðra stunda.

Hólmgeir Karlsson, 7.3.2007 kl. 19:56

3 identicon

Vá :) Falleg saga með fallegum myndum.

Yndislegt að sjá vinnugleðina hjá ykkur á þessum myndum, það hefur örugglega ekki verið leiðinlegt að afreka heila húsasmíð þegar maður er 4 og 6 ára!

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Alltaf jafn gott að fá þig í heimsókn í bloggheimum frænka

Hólmgeir Karlsson, 10.3.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband