Að segja bankanum upp !?

Verð að viðurkenna að mér finnst auglýsingaherferð sparisjóðanna alveg frábær. Sambland af alvöru, ögrun, húmor og kátínu. Hér á ég að sjálfsögðu við nýjustu herferðina sem Fíton hefur unnið fyrir sparisjóðina:"Gekk burt eftir 20 ár"

Gekk burt eftir 20 ár

En er þetta svona einfalt, hafa allir efni á að segja bara bankanum sínum upp og "reyna" við annan!? eða er þetta kannski eins og raunin er oft í öðrum hjónaböndum að annarhvor aðilinn eða báðir hafi í raun ekki efni á að segja hinum upp !!!!!

Ég er í einum ónafngreyndum banka sem er einn af þessum þremur með 164 milljarða hagnaðinn og satt best að segja finnst mér kjörin til mín sem viðskiptamanns ekki alveg í samræmi við það. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara að blikka einhvern sparisjóðinn Wink og vita hvort honum litist á mig ..... (vona svo sannarlega að þeir séu að bjóða eitthvað betur jafnhliða herferðinni, en á eftir að tékka á því...)

.... en áður en ég fór á "deit" ákvað ég nú að spá aðeins í hvað mín núverandi (bankastofnunin) hefði sterka stöðu í "sambandinu" ..... og jebb ég komst að því að það er ekkert ódýrt að fara á djammið með sparisjóðnum og skilja núverandi eftir hryggbrotna og afbrýðissama ....

Þetta myndi gerast:

(1) vextir á húsnæðislánunum mínum myndu hækka úr 4,15% í 5,7% ÚBS :(
(2) tryggingaiðgjöldin mín myndu hækka um 2 til 5% af því þetta er allt flækt saman :(

Ég gæti svo sem flutt húsnæðislánin mín líka "svona tæknilega séð" en þá yrði ég að borga 2% uppgreiðslugjald, sem er nettur 200 þús kall af hverjum 10 milljónum bara svo það sé á hreinu. Síðan þyrfti að borga lántökugjald og þinglýsingargjald af nýju láni ..... sem er t.d. hjá "minni" 0,25% + 65 þús fastagjald og síðan 1,5% í stimpilgjald til ríkisins og svo 1.350 kr sérstaklega til að þóknast sýslumanninum

Það myndi því kosta rúm 441 þús að standa í þessu bara útaf 10 milljóna húsnæðisláni og 816 þús ef millurnar væru 20 í skuld .....

Sem sagt, sorrý, ég hef ekki efni á að skilja við bankann minn. "Hann á mig" :(

..... en mér finnst samt auglýsingaherferðin "óggislega góð" Cool hjá sparisjóðnum og ég er pínu skotinn í honum fyrir vikið ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þú segir nokkuð...hmm áhugaverð pæling

Júlíus Garðar Júlíusson, 26.2.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið var ég sniðug að fá húsnæðislánið mitt hjá Íbúðalánasjóði. Ef eitthvað kemur fyrir, veikindi, atvinnumissir eða slíkt þá er hægt að biðja um frystingu á húsnæðisláninu í allt að þrjú ár! Vextirnir sem safnast upp á meðan bætast við höfuðstólinn og maður borgar oggumeira mánaðarlega eftir þessi þrjú ár! Snilld. 

Ég er hjá Kaupþingi, alsæl en ekki að öllu leyti, er orðin fúl út í vaxtaokrið! Getum við ekki gert eitthvað? Samstaða landans getur nú verið nokkuð mikil þegar við tökum okkur til!!!  

Guðríður Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Mjög áhugaverð pæling.......ég held það séu of fáir sem hugsa málin svona djúpt ofan í kjölin í sambandi við svona brake-up og nýjan aðila í "sambandið"

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Þetta dæmi þitt sýnir að við ættum ekki að ganga í svona "heilagt" með bankastofnun - betra að vera í óvígðri sambúð!

Ég er með mín húsnæðislán hjá þartilgerðum húsnæðislánasjóði og tryggingarnar koma ekki bankanum (eða bönkunum) mínum við. Ég skipti af og til um tryggingarfélag og næ þannig að halda iðgjöldum sæmilega niðri.   

Valdimar Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já satt Valdimar,... en það er ekki úr vöndu að ráða þegar maður er kominn í vefinn eins og kellingin sagði þegar hún lokaði brunninum í fallinu til að barnið dytti ekki á eftir ..... eða var þetta ekki einhvern vegin þannig. Ég á mér þó smá von því ég er búinn að næla í hann séra Svavar félaga minn sem bloggvin. Hver veit nema að hann kunni einhver hjúskaparráð handa mér. En já sveimér ég ráðlegg þér bara að halda þig við lauslætið áfram....

Hólmgeir Karlsson, 27.2.2007 kl. 21:47

6 identicon

Einmitt.  Langbest að taka húsnæðislánin hjá íbúðalánasjóð án uppgreiðslugjalds og vera ekki skuldbundinn einum né neinum af þessum íslensku bönkum.  Það er nefnilega alveg sama við hvaða maður skiptir.  Það er enginn munur á kúk og skít eins og félaginn minn sagði alltaf um manjú og arsenal.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:25

7 identicon

ömurlegt hvernig bankarni eiga orðið fólk, sjitt hvað þeir gæti notað það vald á margan hátt ... eins og með því að græða yfir hundrað milljarða eða eitthvað og EKKI láta viðskiptamennina sína njóta krónu af þeim hagnaði ...

any way

ég vona að u viljir vera bloggvinur minn þar sem þú ert að fara að keppast um hylli mína í blog and the bjútífúl ;)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:53

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... já velkomin sem bloggvinur  ..... já og hver veit hvað verður um mann í þessari "sápuóperu" hennar "gurrihar" á blogginu !!

Hólmgeir Karlsson, 1.3.2007 kl. 11:17

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Allt í lagi Arna Hildlur  .. ég er alveg ánægður í KB bankanum mínum, þó ég geti ekki ennþá kallað hann "kaauuplathing",... ég fór sjálfviljugur í sambandið,... en þar sem ég hef unnið mikið við markaðsmál get ég ekki annað en haft gaman af þessum "hanaslag". Bankinn minn bjargaði mér þegar ég þurfti mest á honum að halda og nú göngum við í takt, þó svo mér finnist ég iðnari við að gefa honum blóm en mér til að styrkja sambandið ... :)         ....  p.s. meina svona "vaxta" blóm

Hólmgeir Karlsson, 3.3.2007 kl. 00:31

10 Smámynd: Gunna-Polly

reiiknaði þetta líka út og ég hef ómögulega efni á að segja bankanum mínum upp

Gunna-Polly, 3.3.2007 kl. 11:50

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er víst að gylliboð auglýsinga eru ekki gerð vegna djúpstæðs kærleika og hjálpsemi þessara stofnana í okkar garð.  Það er aldrei verið að gefa eða spara neitt, aðeins verið að spila scrabble með tölur.  Þó er alltaf eins og þessir blessuðu menn, séu svona "bleeding hearts" sem brjóta heilan um það frá morgni til kvölds hvernig þeir geti létt okkur lífið. Hagnaðartölur þeirra segja jú sína sögu.

Takk annars fyrir mjög skemmtilegt og lifandi blogg. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 12:41

12 identicon

Já, ég held að almenningur sé kominn með græna velgju af okri bankanna.  Ég man ekki betur en að ég hafi biðlað til SPH á sínum tíma þegar ég þurfti að kaupa litla íbúð.  Svarið var "sorrí, no can do" þrátt fyrir að hafa verið í viðskiptum á annan tug ára og langt frá því að vera á svörtum lista.

Samkeppni bankanna felst fyrst og fremst í því að gera flottustu auglýsingaherferðina, það sjá allir sem setja sig inn í málin.

Til að toppa ummæli Bjarna Ármannssonar um að samkeppnin væri "grimm og hörð" að daginn eftir fór hann og leysti út hlutabréfin sín og hagnaðist einhverja milljarða. Auk þess lánaði hann sjálfum sér hálfan milljarð til að fjármagna þessi kaup. Skyldi hann hafa þurft að borga 2% í lántökukostnað og verðtryggt lán upp á 6-7%. Efast um það...

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband