Enn einum áfanga lokið

Var að ljúka einum strembnum áfanga í MBA fjarnáminu mínu í Liverpool seint í gærkvöldi. Enginn smá léttir þegar hverjum áfanga er lokið, en það er samt svo skrítið að þá er eins og maður verði tómur og geti ekki slappað almennilega af strax. Maður skilur við bekkjarfélagana 18 út um alla heimsbyggðina, sem maður þekkir ekkert en þekkir samt ótrúlega mikið eftir streðið saman í tölvuskólastofunni.

Fékk þessa fallegu setningu senda frá bekkjarsystur í Canada eftir að við skiluðum síðustu þrautunum af okkur fyrir lok áfangans í upphafi nætur:)

There is much satisfaction in work well done, but there can be no happiness equal to the joy of finding a heart that understands. 

Ætl.. ég fari ekki bara að skúra eða eitthvað álíka uppbyggjandi meðan ég næ því að ég þurfi ekki að hanga í tölvunni frammá nótt í kvöld eins og síðustu 42 daga :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff...þú ert hetja.

Nú er bara að slappa af - alla vega ekki skúra langt fram á nótt hehe ;)

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

. . . ég gerði nákvæmlega ekkert í gærkvöldi, sagði skúringagræjunum að þær mættu bara hvíla sig og vinkaði í straujárnið þegar ég gekk hjá  :) ...  líka "mömmuhelgi" og ég einn heima og lá bara í algjörri leti, heitt ilmolíubað og allur letipakkinn  

Hólmgeir Karlsson, 23.2.2007 kl. 16:59

3 identicon

F R Á B Æ R T hjá þér!!!

Mikið er ég stolt

Það bara einhvern veginn gekk ekki upp að halda upp á lok strembins áfanga með skúringum og öðrum slíkum skemmtilegheitum!

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ljósið þitt er alltaf jafn hlýtt elsku frænka, sá brosið þitt þegar ég las þetta

Hólmgeir Karlsson, 24.2.2007 kl. 11:08

5 identicon

Gott að heyra að það nær svona vel í gegn

Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:31

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk kærlega  ...

Hólmgeir Karlsson, 26.2.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband