EVA er góð en, . . !?

........  ekkert bloggað lengi ... Ég sagði líka hér í upphafi að ég ætlaði ekki að skrifa neitt nema það gleddi sjálfan mig eða ég hefði trú á að það gæti gert einhverjum öðrum gott Joyful

og nú er klukkan víst orðin hálf tvö og ég búinn að sitja við MBA námið mitt í 16 tíma í dag og orðinn ansi lúinn ...  og svo "bjevítans" flensan að draga af mér ennþá. Það kúnstuga við þetta allt er að ég er búinn að vera að kljást við "capital budgeting" verkefni og núvirða alla skapaða hluti og reikna í þá vit þannig að þeir skili auknu virði "MVA" eða "market value added" eins og það heitir á fína málinu.....  Á svona augnabliki fer maður að velta fyrir sér hvort það sé virkilega eitthvert "added value" fyrir mann sjálfan að standa í þessu puði!?,.....  en ég veit samt að það líður fljótt hjá og verður löngu gleymt þagar ég vakna í fyrramálið hress og endurnærður.....  og sé framtíðina í hyllingum drauma minna á ný Happy

Verð samt að segja ykkur frá uppáhaldinu mínu núna, en það er hún EVA ..... átrúnaðargoðið,
því hún stendur virkilega fyrir sínu, er það sem þetta allt snýst um í business "Economic Value Added" yndisleg og ræður framtíðinni. Vona bara að hún tæli ekki athafnamenn með sömu freystingum og EVA lagði fyrir ADAM forðum í aldingarðinum....

..... Því miður er það nú samt svo í nútíma viðskiptalífi að EVA 'n ræður stundum of miklu og menn gleyma að gæði eru ekki öll mæld með mælistiku peninganna.

Lífið er yndislegt og hefur uppá svo margt að bjóða, ... og ég er farinn í draumalandið Wink Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Vonandi svafstu vel.. og dreymdir hana EVU... hún er draumur allra held ég... Allavega vona ég að mér takist að verða gyðja eins og hún... 

Helgar kveðja úr kuldanum á Akureyri... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.2.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

ertu það ekki  held það sé bara spurning um hugarfar og sjálfsmat... jú takk ég svaf vel ..... og farinn að bjástra við Evu á ný, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 4.2.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehheeee... Auðvitða er ég gyðja... bara á minn hátt.. og vil ég meina að við getum alltaf bætt okkur á einhvernhátt í lífinu alla þá bara sem við lifum svo ég á helling eftir ólært... sem betur fer.... hehehe....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.2.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband