Getur bloggið breytt heiminum?

Þetta er víst mín fyrsta bloggfærsla á ferlinum, hvað sem svo verður !?

Ég fór strax að velta því fyrir mér hvort bloggið hefði einhvern annan tilgang en að vera bara "upplýsingahrúga" á vefnum sem allt of langan tíma tekur að lesa og skoða til að fá eitthvað vitrænt út eða eitthvað sem hjálpar manni sjálfum eða einhverjum öðrum að takast á við verkefni dagsins eða bara lífið í heild sinni.

Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það sem mestu skipti væri viðhorfið og andinn sém réði í bloggheiminum. Hér er góðmennska og heiðarleiki í gangi, en hér er því miður líka valdabarátta og hér vottar fyrir afbríði, ótta og ofbeldi alveg eins og úti í hinum raunverulega heimi. Hélt eitt andartak að þetta væri tímabundinn flótti fólks frá raunveruleikanum, en það er það greinilega ekki.

Ég ætla því að blogga hér eingöngu ef ég hef eitthvað að segja sem hlýjar mér sjálfum eða sem ég hef trú á að eigi erindi við fleiri í bloggheimum. Held þetta sé hið besta mál og geti virkað eins og mannshugurinn sem er eitthvert öflugasta tól sem ég hef kynnst. Sé honum beytt rétt og einungis góðar hugsanir og réttlæti sem frá honum koma þá er ótrúlegt hvað hinn stóri heimur bregst vel við og kemur til baka til þess er sendi frá sér góða hluti í upphafi.

Í dag segi ég bara: "Njótið stundarinnar - því það er enginn annar sem gerir það fyrir ykkur"


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Vel mælt! Gangi þér vel í bloggheiminum, vinur!

Júlíus Valsson, 14.1.2007 kl. 14:19

2 identicon

Mikið líst mér vel á hvernig þú hugsar elsku frændi, eins og alltaf. Það verður án efa upplífgandi og bætandi að kíkja til þín í kaffi (sbr. mynd dagsins) í bloggheimum og fá kærleiksorð frá þér :) Víst er að af þeim áttu nóg, enda uppsprettan stór ;)

Kveðja, Ragnheiður Diljá.

Ragnheiður Diljá (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband